
Úr leik Reynis og Skallagríms í gærkvöldi. Ljósm. tfk
Skallagrímur rúllaði yfir Reyni
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "Reynir Hellissandi og Skallagrímur áttust við í Vesturlandsslag í 4. deild karla í knattspyrnu í A riðli í gærkvöldi og fór viðureignin fram á hinum iðjagræna gervigrasvelli Ólsara. Það er vægt til orða tekið annað en að stórskotahríð marka hafi dunið á Reynismönnum í leiknum því lokatölur urðu 1-10 fyrir Skallagrím. Leikurinn fór þó rólega af stað en síðan hófst orrahríðin á 23. mínútu þegar gestirnir skoruðu þrjú mörk á þremur mínútum. Áður en hálfleiknum lauk höfðu þeir bætt við tveimur mörkum og staðan 0-5 fyrir Skallagrími þegar liðin fóru yfir málin í hléinu.\r\n\r\nBorgnesingar komust síðan í átta marka forystu áður en Bárður Jóhönnuson skoraði eina mark heimamanna fimmtán mínútum fyrir leikslok. Gestirnir voru þó ekki alveg hættir og bættu við tveimur mörkum undir lokin til að komast í tveggja stafa tölu, lokastaðan stórsigur Skallagríms, 1-10. Mörk Skallagríms í leiknum skoruðu þeir Sergio Jorda, Alexis Alexandrenne og Declan Remond sem voru með tvö mörk hver og þeir Sigurjón Logi Bergþórsson, Sölvi Snorrason, Hörður Óli Þórðarson og Þórður Ellertsson voru með eitt mark á mann.\r\n\r\nSkallagrímur er í efsta sæti í A riðli með sex stig eftir tvo leiki eins og Hvíti riddarinn og Ísbjörninn. Reynir er enn án stiga eftir tvo leiki og eru neðstir ásamt Herði Ísafirði og KFB. Næsti leikur Reynis er næsta sunnudag á Fylkisvelli gegn Árbæ og hefst klukkan 14. Skallagrímur á hins vegar næst heimaleik gegn KFB næsta þriðjudag á Skallagrímsvelli og hefst leikurinn klukkan 20.",
"innerBlocks": []
}