
Skagamenn þurfa að þjappa sig betur saman í næstu leikjum. Ljósm. Lárus Árni Wöhler
Fjórða tap ÍA í síðustu fimm leikjum
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "ÍA og Keflavík mættust í Bestu deild karla í knattspyrnu í gær og fór leikurinn fram á Akranesvelli. Gestirnir komust yfir á 13. mínútu eftir hornspyrnu þegar boltinn datt fyrir fætur Dani Hatakka sem hamraði boltanum í netið. Eina færi Skagamanna í fyrri hálfleik átti Steinar Þorsteinsson þegar hann fékk boltann fyrir utan teig og átti gott skot á markið sem markvörður Keflavíkur varði vel. Staðan í hálfleik 0-1 fyrir gestina og ljóst að Skagamenn þyrftu að gera mun betur í síðari hálfleik.\r\n\r\nSú varð þó ekki raunin því heimamenn voru ekki líklegir til mikilla afreka og það var síðan á 67. mínútu að Keflvíkingar bættu við forskotið. Kian Williams fékk þá boltann inn fyrir vinstra megin, sólaði varnarmann ÍA og setti boltann snyrtilega í fjærhornið. Skagamönnum gekk illa að skapa sér færi í leiknum en komust næst því á lokamínútunni þegar Hlynur Sævar Jónsson átti skalla í slá Keflavíkur. Lokastaðan 0-2 fyrir gestina og sanngjarn sigur miðað við gang leiksins.\r\n\r\nEftir að hafa náð í fimm stig úr fyrstu þremur leikjunum í deildinni hafa Skagamenn aðeins fengið eitt stig úr síðustu fimm, tapað fjórum og gert eitt jafntefli gegn botnliði ÍBV. Í þessum fimm leikjum hafa þeir skorað eitt mark og fengið á sig fjórtán. Skagamenn eru nú í tíunda sæti deildarinnar með sex stig eftir átta leiki en neðst eru ÍBV og Leiknir R. með þrjú stig. Framundan er landsleikjahlé í Bestu deildinni og því hafa Skagamenn góðan tíma til að fara yfir málin næsta hálfa mánuðinn eða svo.\r\n\r\nNæsti leikur ÍA í deildinni er á móti KR miðvikudaginn 15. júní á Meistaravöllum og hefst klukkan 19.15.",
"innerBlocks": []
}