
Árni Snær var hetja Skagamanna gegn ÍBV. Ljósm. Lárus Árni Wöhler.
Árni Snær bjargaði stigi fyrir ÍA
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "Skagamenn gerðu sér ferð út fyrir landsteinana á laugardaginn þegar þeir heimsóttu lið ÍBV til Vestmannaeyja í 7. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Fyrir leikinn voru Eyjamenn án sigurs og Skagamenn búnir að tapa síðustu þremur leikjum sínum. Heimamenn stjórnuðu ferðinni á upphafsmínútum leiksins, Skagamaðurinn Steinar Þorsteinsson fékk þó fyrsta alvöru færið en hitti boltann ekki nægilega vel. Skagamenn björguðu svo á línu áður en Eyþór Aron Wöhler fékk besta færi fyrri hálfleiks. Eyþór Aron fékk boltann inn fyrir vörn Eyjamanna en markvörður ÍBV kom út á móti og varði vel. Staðan því markalaus í hálfleik.\r\n\r\nÍ seinni hálfleik voru Eyjamenn með tögl og hagldir í leiknum og þrátt fyrir að Elvis Okello hafi fengið rautt spjald á 67. mínútu efldust Eyjamenn og voru mun líklegri að ná inn marki. Árni Snær Ólafsson, markvörður ÍA, varði vel skömmu síðar skot Hans Mpongo af stuttu færi. Þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum fékk Jón Gísli Eyland Gíslason sitt annað gula spjald fyrir brot og því jafnt á með liðunum. Úr aukaspyrnunni varð skothríð að marki ÍA en Árni Snær varði frábærlega á línu þegar hann blakaði boltanum í burtu eftir skalla Eiðs Aron Sigurbjörnssonar. Á síðustu mínútu leiksins fékk ÍBV vítaspyrnu þegar brotið var á Andra Rúnari Bjarnasyni sem steig sjálfur á punktinn eftir að hafa rifist við áðurnefndan Mpongo sem vildi ólmur taka spyrnuna einhverra hluta vegna. Andri Rúnar skaut beint að marki en Árni Snær náði að reka fæturna í boltann sem skall í slánni og út. Sekúndum síðar var flautað til leiksloka og niðurstaðan því markalaust jafntefli og eitt stig á hvort lið.\r\n\r\nSkagamenn eru nú í níunda sæti deildarinnar með sex stig eftir sjö leiki. Á morgun leika þeir við Sindra á Höfn í Hornafirði í Mjólkurbikarnum í 32-liða úrslitum. Næsti leikur Skagamanna í Bestu deildinni er gegn Keflavík næsta sunnudag á Akranesvelli og hefst klukkan 17.",
"innerBlocks": []
}