
Skagakonur hæstánægðar með fyrsta bikar sumarsins. Ljósm. sas
Skagakonur með bikar í hús
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "ÍA og Völsungur frá Húsavík mættust í gær í úrslitum Lengjubikars kvenna í knattspyrnu í C deild og fór leikurinn fram á Sauðárkróki. Leikurinn byrjaði með látum því eftir aðeins fjórar mínútur kom Ylfa Laxdal Unnarsdóttir ÍA yfir í leiknum. Eftir rúmlega hálftíma leik jafnaði Krista Eik Harðardóttir metin fyrir Völsung en Unnur Ýr Haraldsdóttir svaraði skjótt fyrir Skagakonur úr vítaspyrnu eftir að brotið hafði verið á Ernu Björt Elíasdóttur innan vítateigs. Staðan í hálfleik 2-1 fyrir ÍA og allt útlit fyrir spennandi síðari hálfleik.\r\n\r\nÞað var og því á 68. mínútu skoraði Völsungur jöfnunarmark á ný og allt í járnum. Það var síðan hin unga og efnilega Thelma Björg Rafnkelsdóttir sem skoraði sigurmark leiksins níu mínútum fyrir leikslok og Skagakonur því Lengjubikarsmeistarar árið 2022.\r\n\r\nÞað er skammt stórra högga á milli hjá Skagakonum þessa dagana því næsta miðvikudag leikur ÍA sinn fyrsta leik í 2. deildinni í sumar þegar þær mæta Fram í Safamýrinni. Annan laugardag eiga þær síðan stórleik gegn Bestu deildar liði KR í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins og fer sá leikur fram á Akranesvelli klukkan 13.",
"innerBlocks": []
}