
Byrjunarlið Kára gegn KFS. Ljósm. kári
Kári með sigur í fyrsta heimaleiknum
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "Kári og KFS frá Vestmannaeyjum áttust við í 3. deild karla í knattspyrnu á laugardaginn og var leikurinn í Akraneshöllinni. Fylkir Jóhannsson kom Kára yfir á 18. mínútu leiksins og fyrirliðinn Andri Júlíusson skoraði annað mark fyrir Kára á 37. mínútu en áður í leiknum hafði Andri misnotað vítaspyrnu. Staðan því 2-0 í hálfleik og Kári í ansi góðum málum.\r\n\r\nÞað varði þó ekki lengi því Oskar Wasilewski fékk rautt spjald í byrjun seinni hálfleiks og Káramenn manni færri. Korteri seinna fékk hins vegar Leó Viðarsson sitt annað gula spjald hjá gestunum og það var síðan hinn 17 ára gamli Axel Freyr Ívarsson sem gulltryggði sigur Kára í uppbótartíma, lokatölur 3-0.\r\n\r\nKári er í þriðja sæti deildarinnar með fjögur stig eftir tvo leiki eins og lið Elliða en Dalvík/Reynir og Víðir eru efst með sex stig. Næsti leikur Kára er gegn Kormáki/Hvöt næsta laugardag á Blönduóssvelli og hefst klukkan 14.",
"innerBlocks": []
}