
Úr leik Víkings og Njarðvíkur á laugardaginn. Ljósm. af
Tap hjá Víkingi Ólafsvík gegn Njarðvík
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "Víkingur Ólafsvík og Njarðvík áttust við í 2. deild karla í knattspyrnu á laugardaginn og fór leikurinn fram á gervigrasvellinum í Ólafsvík. Njarðvíkingar höfðu unnið fyrstu tvo leiki sína í deildinni samanlagt 9-0 á meðan Víkingur hafði tapað einum og gert eitt jafntefli. Oumar Diock kom Njarðvík yfir á elleftu mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Andri Þór Sólbergsson jafnaði leikinn fyrir Víking á 52. mínútu en Úlfur Ágúst Björnsson svaraði fyrir gestina fimm mínútum síðar. Það var síðan áðurnefndur Diock sem tryggði sigur Njarðvíkur með sínu öðru marki og þriðja marki Njarðvíkur í leiknum, lokastaðan 1-3 fyrir gestina.\r\n\r\nVíkingur er í tíunda sæti deildarinnar með eitt stig eftir þrjá leiki. Næsti leikur Víkings er botnbaráttuslagur gegn Hetti/Hugin sem hefur tapað öllum þremur leikjum sínum í deildinni til þessa. Leikurinn verður næsta laugardag á Fellavelli á Egilsstöðum og hefst klukkan 13.",
"innerBlocks": []
}