{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "Ægir og Víkingur Ólafsvík mættust í 2. deild karla í knattspyrnu á föstudaginn og fór leikurinn fram á Þorlákshafnarvelli. Brynjar Kristmundsson stýrði liði Víkings í fjarveru Guðjóns Þórðarsonar sem var í leikbanni eftir að hafa fengið rautt spjald í fyrstu umferðinni gegn Völsungi.\r\n\r\nFátt var um fína drætti í leiknum en Ægismenn voru talsvert betri aðilinn allan leikinn. Þeir náðu þó ekki að koma tuðrunni inn fyrir línuna og markalaust jafntefli niðurstaðan.\r\n\r\nNæsti leikur Víkings í deildinni er næsta laugardag gegn toppliði Njarðvíkur á Ólafsvíkurvelli og hefst klukkan 14.",
"innerBlocks": []
}
Markalaust jafntefli hjá Víkingi Ólafsvík - Skessuhorn