Íþróttir

true

Skagamenn skelltu Íslandsmeisturunum

ÍA og Víkingur Reykjavík mættust í 2. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu í gær og fór leikurinn fram á Akranesvelli. Leikurinn fór rólega af stað en á 19. mínútu kom fyrsta færi leiksins þegar Eyþór Aron Wöhler átti góðan sprett og sendi boltann fyrir á Gísla Laxdal Unnarsson sem skaut að marki en markvörður…Lesa meira

true

Lokahóf Snæfells í körfunni

Lokahóf Körfuknattleiksdeildar Snæfells í Stykkishólmi var haldið síðasta miðvikudag og áttu meistaraflokkarnir ásamt stjórn góða stund saman. Að venju voru leikmenn verðlaunaðir fyrir árangur sinn í vetur og aðrir hvattir til þess að halda áfram þeirri góðu þróun sem hóparnir sýndu. Í meistaraflokki kvenna hlutu verðlaun fyrir tímabilið þau Rebekka Rán Karlsdóttir sem var mikilvægust,…Lesa meira

true

Reynir H úr leik í Mjólkurbikarnum eftir stórtap gegn ÍR

Lið Reynis Hellissandi sem leikur í 4. deild karla á Íslandsmótinu í sumar tók í gær á móti 2. deildar liði ÍR úr Breiðholti í annarri umferð Mjólkurbikarsins og fór leikurinn fram á Ólafsvíkurvelli. Í húfi var sæti í 32-liða úrslitum keppninnar og því mikið undir í þessum leik. Það var hins vegar fljótlega ljóst…Lesa meira

true

Skagamenn náðu stigi gegn Stjörnunni

Stjarnan og ÍA mættust í fyrstu umferð í Bestu deild karla í knattspyrnu í gær og fór leikurinn fram í Garðabæ. Gísli Laxdal Unnarsson kom Skagamönnum í forystu eftir tæplega 20 mínútna leik. Alex Davey vann boltann við miðlínu, óð upp völlinn og lagði boltann til hliðar á Gísla sem kláraði færið einn á móti…Lesa meira

true

Fyrsti leikur Skagamanna í kvöld í Bestu deildinni

Íslandsmótið í efstu deild karla, Bestu deildinni, hófst í gær með opnunarleik mótsins þar sem núverandi Íslandsmeistarar Víkings tóku á móti FH og unnu 2-1. Skagamenn eru á meðal þeirra tólf liða sem leika í Bestu deildinni í sumar eftir að hafa bjargað sér á ævintýralegan hátt frá falli í fyrra. Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari…Lesa meira

true

Reynir H skellti Skallagrími í Mjólkurbikarnum

Reynir Hellissandi og Skallagrímur úr Borgarnesi áttust við í 1. umferð Mjólkurbikarsins síðasta miðvikudag og fór leikurinn fram á Ólafsvíkurvelli. Björn Óli Snorrason kom heimamönnum yfir strax á fjórðu mínútu og á 23. mínútu varð Skallagrímsmaðurinn Hlöðver Már Pétursson fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Fljótlega í seinni hálfleik minnkaði Pétur Lárusson muninn fyrir gestina…Lesa meira

true

Héldu Páskasundmót í Ólafsvík

Á miðvikudaginn í síðustu viku var haldið Páskasundmót á vegum Ungmennafélaganna Víkings og Reynis í sundlauginni í Ólafsvík. Þrettán ungir og upprennandi sundkappar sem æft hafa sund í vetur tóku þátt og stóðu sig eins og hetjur. Eva Hannesdóttir hefur þjálfað sund í vetur en hún hefur sjálf æft og keppt í sundi og hefur…Lesa meira

true

Góður árangur hjá Sundfélagi Akraness um helgina

Íslandsmeistaramótið í sundi í 50 metra laug fór fram um helgina í innilauginni í Laugardalslaug þar sem flestir af bestu sundmönnum landsins tóku þátt og sendi Sundfélag Akraness alls sjö keppendur á mótið í ár. Á föstudaginn uppskáru keppendur ÍA ein bronsverðlaun, Akranesmet og þrjú landsliðslágmörk. Kristján Magnússon vann til bronsverðlauna í 50 metra skriðsundi…Lesa meira

true

Valentin fékk gull á Mjölnir Open

Glímumótið Mjölnir Open 16 var haldið síðasta laugardag. Mótið er sterkasta glímumót landsins þar sem öflugasta glímufólk landsins etur kappi. Mjölnir Open er elsta brasilíska Jiu-Jitsu-mót landsins enda hefur það verið haldið árlega frá árinu 2006 að undanskildu árinu 2020 þegar kórónuveirufaraldurinn kom í veg fyrir mótahald. Þetta er því einn stærsti viðburður ársins í…Lesa meira

true

ÍA með fjóra Íslandsmeistara í badminton

Meistaramót Íslands í badminton fór fram fimmtudaginn 7. apríl til laugardagsins 9. apríl í húsum TBR við Gnoðarvog en Badmintonsamband Íslands hélt mótið í samstarfi við TBR. 145 keppendur voru skráðir til leiks frá átta félögum og voru átta keppendur frá Badmintonfélagi ÍA sem tóku þátt í mótinu. Keppt var í úrvalsdeild, 1. deild og…Lesa meira