{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "Á miðvikudaginn í síðustu viku var haldið Páskasundmót á vegum Ungmennafélaganna Víkings og Reynis í sundlauginni í Ólafsvík. Þrettán ungir og upprennandi sundkappar sem æft hafa sund í vetur tóku þátt og stóðu sig eins og hetjur. Eva Hannesdóttir hefur þjálfað sund í vetur en hún hefur sjálf æft og keppt í sundi og hefur Stefanía Klara Jóhannsdóttir aðstoðað hana. Í lok mótsins fengu allir þátttakendur svo páskaegg og þátttökupening. Heppnaðist mótið mjög vel og fóru allir kátir heim. Vildu aðstandendur mótsins fá að koma á framfæri kæru þakklæti til KG fiskverkunar fyrir að gefa þeim þátttökupeningana og Bárðar SH fyrir páskaeggin.",
"innerBlocks": []
}