Alfa Magdalena, Rebekka Rán og Vaka ásamt Baldri Þorleifssyni þjálfara. Ljósm. Snæfell.

Lokahóf Snæfells í körfunni

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Lokahóf Körfuknattleiksdeildar Snæfells í Stykkishólmi var haldið síðasta miðvikudag og áttu meistaraflokkarnir ásamt stjórn góða stund saman. Að venju voru leikmenn verðlaunaðir fyrir árangur sinn í vetur og aðrir hvattir til þess að halda áfram þeirri góðu þróun sem hóparnir sýndu.\r\n\r\nÍ meistaraflokki kvenna hlutu verðlaun fyrir tímabilið þau Rebekka Rán Karlsdóttir sem var mikilvægust, besti varnarmaðurinn var Minea Takala, besti ungi leikmaðurinn Vaka Þorsteinsdóttir og mestu framfarirnar sýndi Alfa Magdalena Frost. Hjá körlunum var Aron Ingi Hinriksson valinn sá mikilvægasti, Óttar Sigurðsson besti varnarmaðurinn, Jason Helgi Ragnarsson besti ungi leikmaðurinn og Jónas Már Kjartansson sýndi mestu framfarirnar.\r\n\r\nAfhent voru ný verðlaun á hófinu sem kallast Félagsmaður Snæfells sem eru veitt þeim leikmönnum sem leggja hart að sér og taka þátt í hinum ýmsu störfum fyrir félagið. Það var Birgitta Mjöll Magnúsdóttir sem hlaut verðlaunin að þessu sinni. Á fésbókarsíðu körfuknattleiksdeildarinnar þakkar deildin kærlega fyrir stuðninginn á tímabilinu og segir að liðin ætli sér stærri hluti á næsta tímabili.\r\n\r\n[caption id=\"attachment_52791\" align=\"alignnone\" width=\"600\"]<img class=\"wp-image-52791 size-medium\" src=\"https://skessuhorn.is/wp-content/uploads/2022/04/Lokahof-Snaefells-i-korfunni-2-600x450.jpg\" alt=\"\" width=\"600\" height=\"450\" /> Jason Helgi, Aron Ingi, Óttar og Jónas Már ásamt Gunnlaugi Smárasyni þjálfara.[/caption]",
  "innerBlocks": []
}
Lokahóf Snæfells í körfunni - Skessuhorn