Valentin ásamt Bjarka Þór og Mikael eftir verðlaunaafhendinguna. Ljósm. af facebook síðu Brimis BJJ á Akranesi

Valentin fékk gull á Mjölnir Open

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Glímumótið Mjölnir Open 16 var haldið síðasta laugardag. Mótið er sterkasta glímumót landsins þar sem öflugasta glímufólk landsins etur kappi. Mjölnir Open er elsta brasilíska Jiu-Jitsu-mót landsins enda hefur það verið haldið árlega frá árinu 2006 að undanskildu árinu 2020 þegar kórónuveirufaraldurinn kom í veg fyrir mótahald. Þetta er því einn stærsti viðburður ársins í íslensku BJJ senunni. Keppt er án galla (nogi) og er hægt að vinna með uppgjafartaki eða á stigum.\r\n\r\nTæplega 90 keppendur voru skráðir til leiks frá sex félögum. Kristján Helgi Hafliðason og Anna Soffía Víkingsdóttir voru sigurvegarar dagsins en keppendur úr Mjölni unnu öll gullverðlaun á mótinu nema í þyngsta flokki kvenna og opnum flokki kvenna þar sem Anna Soffía hefur verið ósigrandi undanfarin ár en hún keppir fyrir Atlantic frá Akureyri.\r\n\r\nValentin Fels Camilleri þjálfari í brasilísku jiu-jitsu á Akranesi bar sigur úr býtum í -77 kílóa flokki þar sem hann sigraði allar sínar fjórar viðureignir. Bjarki Þór Pálsson frá Rvk MMA varð í öðru sæti og Mikael Capien frá Mjölni í því þriðja. Þetta er þriðja árið í röð sem Valentin tekur gullið.",
  "innerBlocks": []
}
Valentin fékk gull á Mjölnir Open - Skessuhorn