
Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA. Ljósm. vaks.
Fyrsti leikur Skagamanna í kvöld í Bestu deildinni
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "Íslandsmótið í efstu deild karla, Bestu deildinni, hófst í gær með opnunarleik mótsins þar sem núverandi Íslandsmeistarar Víkings tóku á móti FH og unnu 2-1. Skagamenn eru á meðal þeirra tólf liða sem leika í Bestu deildinni í sumar eftir að hafa bjargað sér á ævintýralegan hátt frá falli í fyrra. Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA hætti óvænt með liðið í lok janúar og við liðinu tók Jón Þór Hauksson sem þjálfaði lið Vestra frá miðjum júlí í fyrra.\r\n\r\nÍ spjalli við Skessuhorn sem kemur í blaðinu á morgun er Jón Þór spurður út í spár fjölmiðla fyrir mót þar sem ÍA hefur verið spáð á bilinu 7. til 10. sæti: „Kannski bara mjög eðlileg spá en ég held að spámenn eigi frekar erfitt að spá fyrir um okkar gengi. Við hefðum viljað vera ofar og teljum okkur alveg geta verið með lið til þess að vera ofar en það er algjörlega háð því að byrja mótið vel. Liðið fékk á sig tæplega 50 mörk í fyrra og við þurfum að byggja grunninn á öflugum og góðum liðsvarnarleik og liðsheild. Það er það fyrsta sem við þurfum að ná og ef við náum því þá erum við með góða leikmenn sem geta spilað góðan fótbolta. En menn þurfa að vera tilbúnir í að vinna þessa grunnvinnu áður og fyrst en fyrsta mál er að vera eins langt frá fallbaráttu og við getum.“\r\n\r\n<strong> Fyrsti leikur Skagamanna í deildinni í ár er í kvöld gegn Stjörnunni í Garðabæ og hefst leikurinn klukkan 19.15.</strong>",
"innerBlocks": []
}