Reynir H úr leik í Mjólkurbikarnum eftir stórtap gegn ÍR

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Lið Reynis Hellissandi sem leikur í 4. deild karla á Íslandsmótinu í sumar tók í gær á móti 2. deildar liði ÍR úr Breiðholti í annarri umferð Mjólkurbikarsins og fór leikurinn fram á Ólafsvíkurvelli. Í húfi var sæti í 32-liða úrslitum keppninnar og því mikið undir í þessum leik. Það var hins vegar fljótlega ljóst hvaða lið myndi komast í 32-liða úrslitin því eftir tæplega 20 mínútna leik var staðan orðin 0-4 ÍR í vil og þeir bættu við einu marki fyrir hálfleik.\r\n\r\nGestirnir gáfu svo alls engin grið í seinni hálfleik og röðuðu inn mörkum þar sem Jón Gísli Ström var í essinu sínu og skoraði þrjú mörk á fyrsta korterinu og alls fimm mörk í leiknum. Stórskotahríðin hélt síðan áfram og Breiðhyltingar bættu við átta mörkum þar til yfir lauk, lokastaðan 0-16 ÍR í vil.\r\n\r\nÞað er því ljóst að bikardraumur Reynismanna er úti þetta árið og þeir geta nú einbeitt sér að undirbúningnum fyrir fyrsta leik í A riðli 4. deildar sem verður gegn Ísbirninum þann 17. maí næstkomandi.\r\n\r\nKári og Víkingur Ólafsvík mætast í Vesturlandsslag í Mjólkurbikarnum á morgun, laugardag, í Akraneshöllinni og hefst leikurinn klukkan 16. Það er ljóst að þar verður hart barist enda sæti í 32-liða úrslitunum í húfi og ljóst að það verða tvö lið af Vesturlandi sem verða í hattinum þegar dregið verður en lið ÍA verður þar einnig.\r\n\r\nMiðaverð á leikinn er kr. 1500 fyrir 18 ára og eldri en frítt fyrir yngri en 18 ára. Kaffisala er á staðnum.",
  "innerBlocks": []
}
Reynir H úr leik í Mjólkurbikarnum eftir stórtap gegn ÍR - Skessuhorn