Reynir H skellti Skallagrími í Mjólkurbikarnum

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Reynir Hellissandi og Skallagrímur úr Borgarnesi áttust við í 1. umferð Mjólkurbikarsins síðasta miðvikudag og fór leikurinn fram á Ólafsvíkurvelli. Björn Óli Snorrason kom heimamönnum yfir strax á fjórðu mínútu og á 23. mínútu varð Skallagrímsmaðurinn Hlöðver Már Pétursson fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Fljótlega í seinni hálfleik minnkaði Pétur Lárusson muninn fyrir gestina en fimm mínútum síðar bætti Matteo Tuta við marki fyrir Reyni. Það var síðan Ingvar Freyr Þorsteinsson sem gerði út um leikinn fyrir Reynismenn með tveimur mörkum á síðasta korteri leiksins, lokatölur 5-1 fyrir Reyni.\r\n\r\nReynir er því kominn í aðra umferð Mjólkurbikarsins og mætir liði ÍR sem leikur í 2. deild á Íslandsmótinu. Leikurinn fer fram fimmtudaginn 22. apríl á Ólafsvíkurvelli og hefst klukkan 18.",
  "innerBlocks": []
}
Reynir H skellti Skallagrími í Mjólkurbikarnum - Skessuhorn