Gísli Laxdal, Alex Davey og Johannes Vall fagna fyrsta marki ÍA í leiknum. Mynd Lárus Wöhler

Skagamenn náðu stigi gegn Stjörnunni

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Stjarnan og ÍA mættust í fyrstu umferð í Bestu deild karla í knattspyrnu í gær og fór leikurinn fram í Garðabæ. Gísli Laxdal Unnarsson kom Skagamönnum í forystu eftir tæplega 20 mínútna leik. Alex Davey vann boltann við miðlínu, óð upp völlinn og lagði boltann til hliðar á Gísla sem kláraði færið einn á móti markmanni á snyrtilegan hátt. Stjörnumenn voru meira með boltann í fyrri hálfleik og fengu nokkur ágæt færi en inn vildi boltinn ekki.\r\n\r\nStrax í upphafi seinni hálfleiks jafnaði Jóhann Árni Gunnarsson metin fyrir Stjörnuna þegar hann skoraði með föstu og hnitmiðuðu skoti úr teignum. Stjarnan komst síðan yfir í leiknum um miðbik seinni hálfleiks þegar Óskar Örn Hauksson lét skotið ríða af utan vítateigs Skagamanna og boltinn söng í netinu. Með þessu marki náði Óskar Örn þeim einstaka áfanga að skora nítjánda árið í röð í efstu deild karla en Óskar verður 38 ára á árinu. En það var Kaj Leo Í Bartalstovu sem bjargaði stigi fyrir ÍA mínútu fyrir lok venjulegs leiktíma þegar hann kom boltanum í netið af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Johannesi Birni Vall utan af vinstra kanti. Lokatölur 2-2 í skemmtilegum og fjörugum leik.\r\n\r\nÍ viðtali við visir.is sagði Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA að frammistaða þeirra hefði verðskuldað stig og hann væri mjög sáttur við að þeir hafi sýnt liðsheild og karakter eftir að þeir lentu undir í seinni hálfleik. Spurður um Alex Davey sem meiddist á baki í leiknum sagði Jón Þór að Alex væri þjáður í bakinu en vonaðist til að hann yrði klár í næsta leik.\r\n\r\nMikill fjöldi Skagamanna mætti í Garðabæinn til að styðja við sína menn og voru farnir að syngja og tralla strax í upphitun og studdu vel við sína menn allan leikinn. „Það var bara bikarúrslitastemning í þessum leik. Aflið á Skaganum er þannig að þegar það er virkjað þá fleytir það okkur langt.“ sagði Jón Þór á visir.is.\r\n\r\nNæsti leikur ÍA og fyrsti heimaleikur þeirra í sumar er gegn Íslandsmeisturum Víkings næsta sunnudag. Leikurinn fer fram á Akranesvelli og hefst klukkan 18.",
  "innerBlocks": []
}
Skagamenn náðu stigi gegn Stjörnunni - Skessuhorn