Eyþór Aron Wöhler var sprækur í leiknum gegn Víkingi. Hér í baráttu við leikmann Stjörnunnar í fyrstu umferð Bestu deildarinnar. Ljósm. Lárus Árni Wöhler.

Skagamenn skelltu Íslandsmeisturunum

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "ÍA og Víkingur Reykjavík mættust í 2. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu í gær og fór leikurinn fram á Akranesvelli. Leikurinn fór rólega af stað en á 19. mínútu kom fyrsta færi leiksins þegar Eyþór Aron Wöhler átti góðan sprett og sendi boltann fyrir á Gísla Laxdal Unnarsson sem skaut að marki en markvörður Víkings, Ingvar Jónsson, varði á ótrúlegan hátt. Það bar svo til tíðinda níu mínútum fyrir hálfleik þegar Jón Gísli Eyland tók langt innkast inn í teig Víkings og barst boltinn inn í miðjan teiginn þar sem Gísli Laxdal var fljótur að átta sig og kom boltanum í netið. Mínútu fyrir hálfleik tók Kaj Leó Í Bartalstovu hornspyrnu beint að marki og mistókst Ingvari að kýla boltann frá heldur endaði boltinn af honum og inn í markinu. Staðan í hálfleik 2-0 ÍA í vil og allt útlit fyrir óvæntan sigur heimamanna.\r\n\r\nEftir um tíu mínútna leik í síðari hálfleik fékk Eyþór Aron framherji Skagamanna gott marktækifæri en skot hans endaði í varnarmanni og í horn. Aftur var Ingvar í vandræðum með hornspyrnuna og kýldi boltann út beint á skallann á Aroni Bjarka Jósepssyni sem kom boltanum yfir línuna og heimamönnum í þriggja marka forystu. Eftir þetta drógu Skagamenn sig til baka, leyfðu gestunum að vera meira með boltann sem sköpuðu sér nokkur færi án þess að skora. Lokastaðan öruggur sigur Skagamanna í sínum fyrsta heimaleik í sumar vel studdir af kraftmikilli stuðningsmannasveit í stúkunni. Frábær byrjun Skagamanna sem hafa því fengið fjögur stig eftir fyrstu tvo leikina í Bestu deildinni í sumar.\r\n\r\nJón Þór Hauksson þjálfari Skagamanna var gríðarlega ánægður með sigur sinna manna og sagði í viðtali eftir leikinn að hann væri virkilega ánægður og stoltur af liðinu. Jón Þór sagði að honum fyndist liðsheildin, liðsframmistaðan og samheldnin í liðinu vera að eflast með hverjum leik og menn hefðu virkilega þjappað sér saman og átt frábæran leik.\r\n\r\nNæsti leikur ÍA í Bestu deildinni er gegn nýliðum Fram á útivelli mánudaginn 2. maí og hefst leikurinn klukkan 19.15.",
  "innerBlocks": []
}
Skagamenn skelltu Íslandsmeisturunum - Skessuhorn