Ármann Steinar, Drífa, Egill og Karítas Eva ánægð með árangurinn. Ljósm. af facebook síðu BFA

ÍA með fjóra Íslandsmeistara í badminton

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Meistaramót Íslands í badminton fór fram fimmtudaginn 7. apríl til laugardagsins 9. apríl í húsum TBR við Gnoðarvog en Badmintonsamband Íslands hélt mótið í samstarfi við TBR. 145 keppendur voru skráðir til leiks frá átta félögum og voru átta keppendur frá Badmintonfélagi ÍA sem tóku þátt í mótinu. Keppt var í úrvalsdeild, 1. deild og 2. deild.\r\n\r\nDrífa Harðardóttir frá ÍA varð Íslandsmeistari í tvenndarleik ásamt Kristófer Darra Finnssyni frá TBR í úrvalsdeild en þau sigruðu Eið Ísak Broddason og Margrét Nilsdóttur í úrslitum 21-8 og 21-10.\r\n\r\nEgill Guðlaugsson og Ármann Steinar Gunnarsson frá ÍA urðu Íslandsmeistarar í tvíliðaleik í 2. deild eftir sigur á þeim Jóni Sverri Árnasyni og Stefáni Einari Guðlaugssyni í úrslitum 21-10 og 21-9.\r\n\r\nÞá fagnaði Egill einnig sigri í tvenndarleik ásamt Karítas Evu Jónsdóttur frá ÍA í 2. deild en þau báru sigur úr býtum gegn þeim Jóni Sverri Árnasyni og Hrafnhildi Eddu Ingvarsdóttur í úrslitum 21-12 og 21-13.",
  "innerBlocks": []
}
ÍA með fjóra Íslandsmeistara í badminton - Skessuhorn