Íþróttir

true

Skallagrímur sigraði Selfoss

Skallagrímur tók á móti liði Selfoss í 1. deild karla í körfuknattleik í gærkvöldi og var þetta síðasti heimaleikur Skallagríms í vetur. Mikið jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta, Selfyssingar voru þó yfirleitt með yfirhöndina en Skallagrímur náði að minnka muninn í eitt stig, staðan 24:25. Baráttan hélt áfram, heimamenn náðu síðan góðum kafla…Lesa meira

true

Skagamenn töpuðu stórt fyrir Sindra

Skagamenn léku í gærkvöldi gegn Sindra í 1. deild karla í körfuknattleik í síðasta heimaleik liðsins í vetur. Leikurinn byrjaði rólega en síðan tóku gestirnir fljótt yfirhöndina og leiddu með ellefu stigum við lok fyrsta leikhluta, 15:26. Gestirnir gáfu síðan Skagamönnum engin grið í öðrum leikhluta og voru komnir með 31 stigs forystu þegar flautað…Lesa meira

true

Borgfirðingar í eldlínunni í körfu

Borgfirskt körfuboltafólk var sannarlega í eldlínunni í körfuboltanum um helgina. Bjartmar Þór Unnarsson frá Kleppjárnsreykjum og félagar hans í Fjölni kepptu til úrslita í Bikarkeppni KKÍ og enduðu með silfrið. Heiður Karlsdóttir frá Laugarvöllum varð bikarmeistari með Fjölni í unglingaflokki kvenna og Arnar Guðjónsson frá Reykholti varð þrefaldur bikarmeistari sem þjálfari; í meistaraflokki karla, 9.…Lesa meira

true

Vesturlandsliðin léku í Lengjubikarnum um helgina

Kári tók á móti KH í B deild karla í riðli 1 í Lengjubikarnum í knattspyrnu á laugardaginn. Magnús Óliver Axelsson kom KH yfir á 70. mínútu en Sveinn Þorkell Jónsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark fimm mínútum fyrir leikslok og jafna leikinn fyrir Kára. Það var síðan annað sjálfsmark KH sem tryggði…Lesa meira

true

Snæfell úr leik í VÍS bikarnum eftir tap gegn Breiðabliki

Snæfell og Breiðablik mættust í gær í undanúrslitum VÍS bikars kvenna í körfuknattleik og fór leikurinn fram í Smáranum í Kópavogi. Jafnt var á með liðunum fyrstu mínúturnar og staðan 8:10 fyrir Breiðablik eftir fimm mínútna leik. Úrvalsdeildarliðið úr Kópavogi var líklegra til afreka og leiddi með sjö stigum eftir fyrsta leikhluta. Í öðrum leikhluta…Lesa meira

true

Snæfell spilar í kvöld í undanúrslitum gegn Breiðablik í VÍS bikarnum

Mikil stemning hefur verið að myndast undanfarna daga í Stykkishólmi fyrir leik Snæfells og Breiðabliks í undanúrslitum VÍS bikars kvenna í körfuknattleik. Leikurinn fer fram í kvöld í Smáranum í Kópavogi og hefst klukkan 17.15. Snæfell er eina liðið úr 1. deild sem komst alla leið í undanúrslit bikarkeppninnar í ár en Haukar og Njarðvík…Lesa meira

true

Snæfell tapaði gegn ÍR og missti af sæti í úrslitakeppninni

Snæfell lék gegn liði ÍR í 1. deild kvenna í körfuknattleik í gærkvöldi og fór leikurinn fram á heimavelli ÍR, Hellinum, í Breiðholti. Með sigri í leiknum hefði Snæfell komist í úrslitakeppnina og einnig ef Stjarnan hefði unnið Hamar-Þór. Snæfell. Snæfell var eins og í leikjunum tveimur á undan án síns besta leikmanns, Sianni Martin,…Lesa meira

true

Skallagrímur vann Vesturlandsslaginn

ÍA og Skallagrímur mættust í gærkvöldi í 1. deild karla í körfuknattleik og fór leikurinn fram í íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi. Það hefur oft verið meira undir en í leiknum í gær því fyrir leikinn voru Skagamenn fallnir í 2. deild og Skallagrímur á lygnum sjó í áttunda sæti í deildinni. Vesturlandsslagurinn snýst þó…Lesa meira

true

Tveir sigrar og eitt tap í Lengjubikarnum

Aðeins þrjú lið af Vesturlandi léku um helgina í Lengjubikarnum í knattspyrnu. Skallagrímur reið á vaðið á laugardaginn þegar liðið sótti heim KFB í nýju knattspyrnuhöllina Miðgarð í Vetrarmýri í Garðabæ. KFB komst í 2-0 í fyrri hálfleik með mörkum frá Joost Haandrikman og Garðari Geir Haukssyni . Elís Dofri Gylfason minnkaði muninn í 2-1…Lesa meira

true

Badmintonfélag ÍA náði þriðja sætinu

Deildarkeppni BSÍ í badminton fór fram um síðustu helgi í TBR húsinu í Reykjavík. Alls tóku 16 lið frá sjö félögum þátt í keppninni en keppt var í þremur deildum; Úrvalsdeild, 1. deild og 2. deild. Badmintonfélag Akraness sendi lið til keppni í 2. deild en þar voru átta lið skráð og spiluðu þau í…Lesa meira