
Lið ÍA sem varð í þriðja sæti á mótinu um helgina. Ljósm. bsí
Badmintonfélag ÍA náði þriðja sætinu
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "Deildarkeppni BSÍ í badminton fór fram um síðustu helgi í TBR húsinu í Reykjavík. Alls tóku 16 lið frá sjö félögum þátt í keppninni en keppt var í þremur deildum; Úrvalsdeild, 1. deild og 2. deild. Badmintonfélag Akraness sendi lið til keppni í 2. deild en þar voru átta lið skráð og spiluðu þau í tveimur fjögurra liða riðlum. Í sínum riðli tapaði ÍA í fyrsta leik fyrir BH/TBS 3-5, gerði síðan jafntefli við TBR-Jóakúlurnar 4-4 og unnu síðan Hamar 6-2 í síðasta leik sínum í riðlinum.Eftir það kepptu öll liðin einn leik í viðbót, um sæti eitt til átta.\r\n\r\nUm fyrsta sætið í 2. deild kepptu TBR-Jóakúlurnar og TBR-Sleggjur og unnu Jóakúlurnar viðureignina 5-3 í hörkuleik og eru því Íslandsmeistarar í 2. deild 2022. Skagamenn léku gegn Aftureldingu í leik um þriðja sætið og unnu öruggan 6-2 sigur.",
"innerBlocks": []
}