Skallagrímsmenn glaðbeittir eftir sigurinn gegn ÍA. Ljósm. vaks

Skallagrímur vann Vesturlandsslaginn

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "ÍA og Skallagrímur mættust í gærkvöldi í 1. deild karla í körfuknattleik og fór leikurinn fram í íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi. Það hefur oft verið meira undir en í leiknum í gær því fyrir leikinn voru Skagamenn fallnir í 2. deild og Skallagrímur á lygnum sjó í áttunda sæti í deildinni. Vesturlandsslagurinn snýst þó auðvitað fyrst og fremst um stoltið og það var vel hægt að sjá það í leiknum í gær, allavega fyrri hluta leiksins. Mikil barátta var í byrjun leiks, gestirnir voru þó með sjö stiga forystu eftir fimm mínútna leik í fyrsta leikhluta en heimamenn minnkuðu muninn í eitt stig fyrir fyrsta hléið, staðan 23:24 fyrir Skallana. Jafnræði var áfram með liðunum í öðrum leikhluta og skiptust liðin á að ná forystu. Skallagrímur átti síðasta orðið og leiddi með fjórum stigum þegar flautað var til hálfleiks, 37:41.\r\n\r\nSkagamenn voru alls ekki með á nótunum í byrjun þriðja leikhluta og skoruðu sín fyrstu stig ekki fyrr en eftir tæplega fimm mínútna leik. Á sama tíma röðuðu Skallagrímsmenn niður körfum að vild og staðan 39:53 fyrir gestina. Þá fékk þjálfari Skagamanna, Hugo Salgado, alveg nóg af þessu öllu saman, tók leikhlé og lét sína menn heyra það svo glumdi í upp í rjáfur í húsinu. Því miður gerði þessi þrumuræða lítið fyrir liðsmenn ÍA því þegar þriðja leikhluta lauk var munurinn á milli liðanna orðinn 19 stig, 50:69, og leiknum í raun lokið. Í fjórða leikhluta fengu minni spámenn hjá báðum liðum aðeins að spreyta sig og munurinn hélst svipaður út síðasta fjórðunginn, lokastaðan 73.94 fyrir Skallagrími.\r\n\r\nHjá ÍA var Cristopher Clover mest áberandi í leiknum en hefur þó oft spilað betur. Hinn ungi Þórður Freyr Jónsson er efnilegur leikmaður, góð þriggja stiga skytta og sýndi það í leiknum. Lucien Christofis er góður dripplari en hitta illa í leiknum og skoraði mest af vítalínunni. Liðið saknaði mikið Hendry Engelbrecht sem var enn meiddur því varnarleikur Skagamanna var ekki til að hrópa húrra fyrir en Hendry er öflugur varnarmaður og góður í fráköstum. Hjá Skallagrími var Simun Kovac yfirburðamaður, grimmur undir körfunni og mjög öflugur í fráköstunum, bæði í vörn og sókn. Bryan Battle sýndi nokkra takta, átti góðar troðslur og heilt yfir áttu leikmenn Skallagríms góðan dag.\r\n\r\nStigahæstir í liði ÍA voru þeir Cristopher Clover með 20 stig, Þórður Freyr Jónsson var með 18 stig og Lucien Christofis með 8 stig. Hjá Skallagrími var Simun Kovac með 28 stig og 16 fráköst, Bryan Battle með 23 stig og 10 fráköst og þeir Bergþór Ægir Ríkharðsson og Davíð Guðmundsson voru með 11 stig hvor.\r\n\r\nNæsti leikur Vesturlandsliðanna er mánudaginn 21. mars þegar Skallagrímur tekur á móti Selfossi í Borgarnesi klukkan 19.15 og ÍA fær Sindra í heimsókn á Skagann en sá leikur hefst klukkan 20.",
  "innerBlocks": []
}
Skallagrímur vann Vesturlandsslaginn - Skessuhorn