Skallagrímsmenn fagna sigrinum gegn Selfossi. Ljósm. glh

Skallagrímur sigraði Selfoss

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Skallagrímur tók á móti liði Selfoss í 1. deild karla í körfuknattleik í gærkvöldi og var þetta síðasti heimaleikur Skallagríms í vetur. Mikið jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta, Selfyssingar voru þó yfirleitt með yfirhöndina en Skallagrímur náði að minnka muninn í eitt stig, staðan 24:25. Baráttan hélt áfram, heimamenn náðu síðan góðum kafla og voru komnir með tólf stiga forystu þegar þrjár mínútur voru eftir í hálfleik. Lítil breyting var eftir það og Skallagrímur leiddi með ellefu stigum þegar liðin gengu til búningsherbergja, staðan í hálfleik 51:40 fyrir Skallagrímsmönnum.\r\n\r\nEkkert gekk hjá gestunum að minnka muninn í þriðja leikhluta, Skallagrímsmenn bættu bara í og voru komnir með 23 stiga forystu þegar þrjár mínútur lifðu af þriðja leikhluta, 72:49. Selfoss náði þó að koma aðeins til baka eftir þetta, náði 11-2 áhlaupi og staðan fyrir fjórða og síðasta fjórðunginn, 74:60. Selfyssingar náðu hins vegar ekki að nálgast heimamenn að nokkru marki eða körfu í fjórða leikhluta, Skallagrímur hélt velli og unnu að lokum öruggan átta stiga sigur, 90:82.\r\n\r\nStigahæstir hjá Skallagrími voru þeir Bryan Battle sem var með 30 stig, Simun Kovac var með 23 stig og 16 fráköst og þeir Marinó Þór Pálmason og Ólafur Þorri Sigurjónsson voru með 10 stig hvor. Hjá Selfossi var Gerald Robinson með 29 stig og 11 fráköst, Gasper Rojko með 12 stig og Trevon Evans með 11 stig og 15 stoðsendingar.\r\n\r\nNæsti leikur Skallagríms og jafnframt síðasti leikur tímabilsins er gegn Sindra föstudaginn 25. mars á Höfn og hefst klukkan 19.15.",
  "innerBlocks": []
}
Skallagrímur sigraði Selfoss - Skessuhorn