Byrjunarlið Kára gegn KH á laugardaginn. Ljósm. af facebook síðu Kára.

Vesturlandsliðin léku í Lengjubikarnum um helgina

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Kári tók á móti KH í B deild karla í riðli 1 í Lengjubikarnum í knattspyrnu á laugardaginn. Magnús Óliver Axelsson kom KH yfir á 70. mínútu en Sveinn Þorkell Jónsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark fimm mínútum fyrir leikslok og jafna leikinn fyrir Kára. Það var síðan annað sjálfsmark KH sem tryggði sigur Kára í leiknum þegar Daði Kárason varð einnig fyrir því óláni á 88. mínútu og lokastaðan 2-1 fyrir Kára. Arnar Már Guðjónsson lék sinn fyrsta leik fyrir Kára gegn KH en hann hefur ákveðið að taka slaginn með Kára í 3. deildinni í sumar og er eflaust mikill liðsstyrkur fyrir Kára.\r\n\r\nVíkingur Ólafsvík og Víðir léku á laugardaginn á Domusnova vellinum í Breiðholti í sama riðli og lauk leiknum með jafntefli 3-3. Ekki er komin leikskýrsla á vef KSÍ en mörk Víkings í leiknum skoruðu þeir Emmanuel Eli Keke, Kristófer Máni Atlason og Bjartur Bjarmi Barkarson.\r\n\r\nReynir Hellissandi lék á Vivaldi vellinum á Seltjarnarnesi á laugardaginn í C deild í riðli 3 gegn liði Kríu og varð að sætta sig við stórtap. Kría skoraði sex mörk í fyrri hálfleik áður en Ingvar Freyr Þorsteinsson skoraði fyrir Reyni á lokamínútu fyrri hálfleiks. Benedikt Björn Ríkharðsson skoraði annað mark fyrir Reyni fljótlega í seinni hálfleik en síðan skoraði Kría fjögur mörk það sem eftir lifði leiks og lokastaðan 10-2 fyrir Kríu. Vilhelm Bjarki Viðarsson, leikmaður Kríu, var í miklu stuði og á eldi því hann skoraði alls sjö mörk í leiknum.\r\n\r\nSkallagrímur tók á móti Stokkseyri í Akraneshöllinni á laugardaginn í C deild í riðli 5 og vann stórsigur. Pétur Lárusson kom Skallagrími yfir á 10. mínútu og Óttar Bergmann Kristinsson bætti við tveimur mörkum fyrir hálfleik. Snorri Kristleifsson, leikmaður Skallagríms, fékk að líta rauða spjaldið fljótlega í seinni hálfleik en það kom ekki að sök. Hlöðver Már Pétursson og Viktor Ingi Jakobsson úr víti komu Skallagrími í 5-0 á 68. og 72. mínútu og skömmu síðar missti Stokkseyri mann af velli með rautt spjald. Elís Dofri Gylfason bætti við sjötta og síðasta marki heimamanna undir lokin og lokastaðan 6-0 fyrir Skallagrími.",
  "innerBlocks": []
}
Vesturlandsliðin léku í Lengjubikarnum um helgina - Skessuhorn