Rebekka Rán Karlsdóttir leikmaður Snæfells. Ljósm. karfan.is

Snæfell spilar í kvöld í undanúrslitum gegn Breiðablik í VÍS bikarnum

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Mikil stemning hefur verið að myndast undanfarna daga í Stykkishólmi fyrir leik Snæfells og Breiðabliks í undanúrslitum VÍS bikars kvenna í körfuknattleik. Leikurinn fer fram í kvöld í Smáranum í Kópavogi og hefst klukkan 17.15. Snæfell er eina liðið úr 1. deild sem komst alla leið í undanúrslit bikarkeppninnar í ár en Haukar og Njarðvík leika klukkan 20 á sama stað í hinum leik kvöldsins.\r\n\r\nRebekka Rán Karlsdóttir segir í viðtali við karfan.is að það sé gaman að vera komin í undanúrslit og vera eina fyrstu deildar liðið þar. „Það er heiður og ég er stolt af liðinu mínu að vera komið þangað. Við erum með lið í uppbyggingu og með yngri stelpur núna en erum einnig með eldri stelpur sem miðla reynslunni til þeirra yngri.“ Gömlu kempurnar Hildur Sigurðardóttir og Gunnhildur Gunnarsdóttir eru á leikskrá og gerir Rebekka Rán ráð fyrir því að þær leggi sitt af mörkum. Spurð um hvernig það verði að spila án þeirra besta leikmanns í vetur, Sianni Martin, segir Rebekka Rán: Við finnum bara aðrar lausnir og einhverjar aðrar verða að stíga upp.“\r\n\r\nHægt er að kaupa miða á leikinn í Stubb appinu en ágóði rennur til Snæfells ef keypt er í gegnum appið. Eins og áður segir hefst leikurinn klukkan 17.15 og afar líklegt að Rauða stúkan verði yfirfull í Smáranum í kvöld. Einnig er hægt að horfa á leikina í beinni í sjónvarpinu á RÚV 2.\r\n\r\n[caption id=\"attachment_52041\" align=\"alignnone\" width=\"600\"]<img class=\"wp-image-52041 size-medium\" src=\"https://skessuhorn.is/wp-content/uploads/2022/03/Snaefell-spilar-i-kvold-i-undanurslitum-gegn-Breidablik-i-VIS-bikarnum1-600x450.jpg\" alt=\"\" width=\"600\" height=\"450\" /> Sjávarpakkhúsið í Stykkishólmi bauð stelpunum upp á ljúffengan og kraftmikinn hádegismat áður en þær lögðu af stað suður. Ljósm. af facebook síðu Snæfells.[/caption]",
  "innerBlocks": []
}
Snæfell spilar í kvöld í undanúrslitum gegn Breiðablik í VÍS bikarnum - Skessuhorn