Elís Dofri Gylfason skrifaði undir samning fyrir helgina hjá Skallagrími og skoraði síðan tvö mörk í fyrsta leik. Ljósm. af facebook síðu Skallagríms.

Tveir sigrar og eitt tap í Lengjubikarnum

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Aðeins þrjú lið af Vesturlandi léku um helgina í Lengjubikarnum í knattspyrnu. Skallagrímur reið á vaðið á laugardaginn þegar liðið sótti heim KFB í nýju knattspyrnuhöllina Miðgarð í Vetrarmýri í Garðabæ. KFB komst í 2-0 í fyrri hálfleik með mörkum frá Joost Haandrikman og Garðari Geir Haukssyni . Elís Dofri Gylfason minnkaði muninn í 2-1 á 65. mínútu og fimm mínútum síðar jafnaði Hlöðver Már Pétursson fyrir Skallagrím. Það var síðan Elís Dofri sem kom Skallagrími yfir á 75. mínútu og tryggði liði sínu sinn fyrsta sigur í C deild karla í ár.\r\n\r\nSkagamenn léku í gær gegn Stjörnunni í Miðgarði í Garðabæ og með sigri hefðu Skagamenn náð efsta sætinu í riðlinum og komist í undanúrslit Lengjubikarsins. Adolf Daði Birgisson kom Stjörnunni yfir í fyrri hálfleik og Emil Atlason bætti við tveimur mörkum fyrir heimamenn í seinni hálfleik. Með þessum sigri náði Stjarnan efsta sætinu og sæti í undanúrslitum á kostnað Breiðabliks og ÍA.\r\n\r\nKvennalið ÍA lék í gær gegn liði Fram og fór leikurinn fram í Akraneshöllinni. Ylfa Laxdal kom ÍA í tveggja marka forystu með mörkum eftir rúmlega hálftíma leik og Unnur Ýr Haraldsdóttir bætti þriðja markinu við skömmu fyrir leikhlé. Ana Da Costa Bral minnkaði muninn fyrir gestina í byrjun seinni hálfleiks en þá settu Skagakonur í fluggírinn og skoruðu fjögur mörk á tæplega 20 mínútna kafla. Ylfa Laxdal náði fernu með tveimur mörkum og þær Lilja Björg Ólafsdóttir og Sandra Ósk Alfreðsdóttir voru með eitt mark hvor. Lokastaðan 7-1 fyrir ÍA og eru þær efstar í sínum riðli með sex stig í C deild.",
  "innerBlocks": []
}