Íþróttir

true

Snæfell tapaði gegn Hamri Þór

Snæfell og Hamar-Þór mættust í 1. deild kvenna í körfuknattleik á laugardaginn og fór leikurinn fram í Stykkishólmi. Leikurinn var mjög mikilvægur í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni en fyrir leik var Snæfell í þriðja sæti deildarinnar með 22 stig og Hamar-Þór í sjöunda sæti með 18 stig. Leikmenn Hamars-Þór voru ákveðnari í fyrsta leikhluta…Lesa meira

true

Skallagrímur tapaði gegn Hrunamönnum

Skallagrímur tók á móti Hrunamönnum í 1. deild karla í körfuknattleik á föstudagskvöldið og fór leikurinn fram í Fjósinu í Borgarnesi. Gestirnir voru sterkari í fyrri hluta fyrsta leikhluta og komust í 6:12 en heimamenn komu síðan til baka og staðan 20:21 fyrir Hrunamönnum við flautið. Jafnræði var með liðunum allan annan leikhlutann, lítið skildi…Lesa meira

true

Skagamenn fallnir í 2. deild í körfunni

Höttur og ÍA mættust í 1. deild karla í körfuknattleik í gærkvöldi og fór leikurinn fram í MVA-höllinni á Egilsstöðum. Skagamenn mættu frekar fámennir til leiks og með ungt lið því aðeins voru átta á leikskýrslu og þar vantaði meðal annars þeirra besta leikmann í vetur, Christopher Clover sem var veikur. Það virtist þó ekki…Lesa meira

true

Guðmundur Íslandsmeistari öldunga í keilu í þriðja sinn

Í gærkvöldi lauk keppni á Íslandsmóti öldunga í keilu 2022. Guðmundur Sigurðsson frá ÍA og Snæfríður Telma Jónsson frá ÍR stóðu uppi sem sigurvegarar eftir úrslitakeppni þriggja efstu. Þetta er í þriðja skiptið sem Guðmundur landar þessum titli og hefur þar með jafnað Rögnu Matthíasdóttur sem vann þetta mót einnig þrisvar sinnum á sínum glæsta…Lesa meira

true

Skagamenn töpuðu naumlega fyrir Hrunamönnum

ÍA og Hrunamenn mættust í 1. deild karla í körfuknattleik í gærkvöldi og fór leikurinn fram á Flúðum í Hrunamannahreppi. Leikurinn byrjaði fjörlega og jafnræði var með liðunum út fyrsta leikhluta, staðan 21:24 fyrir ÍA. Í öðrum leikhluta voru Skagamenn með yfirhöndina fyrri hlutann en Hrunamenn náðu að minnka muninn fyrir hálfleikshléið og staðan 48:49…Lesa meira

true

Skallagrímur tapaði á móti Hetti fyrir austan

Skallagrímur fór í langferð síðasta föstudag og lék gegn liði Hattar í 1. deild karla í körfuknattleik og fór leikurinn fram í MVA-höllinni á Egilsstöðum. Leikurinn var jafn í byrjun, um miðbik fyrsta leikhluta var staðan 11:11 en þá skoruðu heimamenn ellefu stig í röð og staðan allt í einu 22:11 fyrir Hetti. Staðan breyttist…Lesa meira

true

Misjafnt gengi Vesturlandsliðanna í Lengjubikarnum í knattspyrnu um helgina

Skagamenn léku í hádeginu á laugardaginn í Akraneshöllinni gegn Lengjudeildarliði Fjölnis í Lengjubikarnum og unnu 3-1. Steinar Þorsteinsson og Gísli Laxdal Unnarsson komu Skagamönnum í 2-0 eftir rúman 20 mínútna leik áður en Baldvin Þór Berndsen minnkaði muninn fyrir gestina skömmu fyrir leikhlé. Gísli Laxdal gulltryggði sigur ÍA á 65. mínútu og eru þeir efstir…Lesa meira

true

Snæfell vann þægilegan sigur á B-liði Fjölnis

Snæfell gerði sér ferð í Grafarvoginn í gærkvöldi og lék gegn Fjölni B í 1. deild kvenna í körfuknattleik. Fjölnir var fyrir leikinn í neðsta sætinu ásamt Vestra með aðeins fjögur stig á meðan Snæfell er í harðri baráttu um að komast í úrslitakeppnina. Það var þó ekki hægt að sjá mikinn mun á liðunum…Lesa meira

true

Aþena lagði Stjörnuna í spennandi leik

Hið unga lið Aþenu-UMFK tók í gær á móti liði Stjörnunnar úr Garðabæ í 1. deild kvenna í körfuknattleik og fór leikurinn fram í íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum. Jafnt var á flestum tölum í fyrsta leikhluta en þegar rúmlega mínúta var eftir var Aþena komin með níu stiga forskot, 20:11. Gestirnir úr Garðabæ náðu hins vegar…Lesa meira