Íþróttir

true

Skallagrímur náði sigri gegn Hamri

Skallagrímur og Hamar mættust í gærkvöldi í 1. deild karla í körfuknattleik og fór leikurinn fram í Hveragerði. Skallagrímur byrjaði mun betur í leiknum og komst í 5:17 eftir rúmlega fimm mínútna leik. Skallagrímur hélt forskotinu út fyrsta leikhlutann og staðan 20:32. Í byrjun annars leikhluta náðu heimamenn að minnka muninn í fimm stig og…Lesa meira

true

Tóku þátt í Norðurlandamótinu í klifri

Um liðna helgi fór fram Norðurlandamót ungmenna í klifri. Mótið var haldið í Bison Boulders í Kaupmannahöfn og tók stór hópur klifrara frá Íslandi þátt, þar af sjö klifrarar frá Klifurfélagi ÍA. Flest þeirra voru að klifra á erlendum vettvangi í fyrsta skipti og því var mikil spenna í hópnum. Undankeppnin fór fram laugardagsmorguninn 26.…Lesa meira

true

Matthías Leó þriðji á Íslandsmótinu í keilu

Síðasta sunnudag lauk keppni á Íslandsmóti einstaklinga 2022 með forgjöf í keilu. Dagurinn hófst á því að undanúrslit sex efstu úr hvorum flokki voru leikin en spilað var í svokölluðu Round Robin, þ.e. allir við alla. Eftir það fóru þrjú efstu úr hvorum flokki í úrslitaviðureignirnar, spilaður var einn leikur og féll sá sem var…Lesa meira

true

Rebekka Rán er Íþróttamaður Snæfells 2021

Körfuknattleikskonan Rebekka Rán Karlsdóttir hefur verið valin Íþróttamaður Snæfells fyrir árið 2021. Þetta var tilkynnt á sunnudaginn í hálfleik Snæfells og Ármanns í 2. deild karla. Rebekka Rán er fyrirliði Snæfells sem leikur í 1. deild kvenna og er ein af máttarstólpum liðsins. Hún er fyrirmynd innan vallar sem utan, frábær liðsmaður og enn betri…Lesa meira

true

Sigursælar í Bikarglímu Íslands

Laugardaginn 19. febrúar fór fram Bikarglíma Íslands. Glímufélag Dalamanna átti þar fimm keppendur. Jóhanna Vigdís Pálmadóttir sigraði með fullt hús stiga í flokki 16 ára stúlkna en Kristín Ólína Guðbjartsdóttir nældi í þriðja sætið í flokki 15 ára stúlkna. Guðbjört Lóa Þorgrímsdóttir sigraði tvöfalt, bæði í +65 kg og opnum flokki kvenna. Meðfylgjandi myndir eru…Lesa meira

true

Leikið var í Lengjubikarnum um helgina

Skagamenn léku annan leik sinn í Lengjubikarnum á laugardaginn þegar þeir mættu liði KV sem leikur í næstefstu deild, Lengjudeildinni, í sumar. Skagamenn fóru létt með Knattspyrnufélag Vesturbæjar í leiknum, voru komnir í 3-0 fyrir hálfleik með tveimur mörkum frá Viktori Jónssyni og einu frá Gísla Laxdal Unnarssyni. Nýliðinn Christian Köhler bætti svo við fjórða…Lesa meira

true

Skallagrímsleik frestað

Þremur leikjum í 1. deild karla og kvenna í körfuknattleik hefur verið frestað vegna Covid-19 smit. Þar á meðal er leik karlaliðs Hamars og Skallagríms sem var á dagskrá í kvöld. Honum var frestað vegna smita hjá Skallagrími. Þá var leik Sindra og Hrunamanna, sem var á dagskrá í 1. deild karla í kvöld, einnig…Lesa meira

true

Kaj Leo genginn í raðir ÍA

Knattspyrnumaðurinn Kaj Leo í Bartalsstovu hefur gengið til liðs við Skagamenn frá Val Reykjavík. Kaj Leo er þrítugur kantmaður og landsliðsmaður frá Færeyjum. Hann hefur spilað á Íslandi frá árinu 2016, fyrst með FH þar sem hann lék 7 leiki og síðan næstu tvö tímabil með ÍBV en þar lék hann 41 leik og skoraði…Lesa meira

true

Dregið í forkeppni Mjólkurbikarsins – Stefnir í Vesturlandsslagi

Á fimmtudaginn var dregið í forkeppni Mjólkurbikars karla og kvenna í knattspyrnu en um er að ræða fyrstu tvær umferðirnar. Í Mjólkurbikar kvenna mætir ÍA liði Fjölnis og fer leikurinn fram í Akraneshöllinni föstudaginn 29. apríl klukkan 19. Sigurvegarinn úr þessum leik mætir síðan annað hvort Sindra eða KH í leik sem fer fram sunnudaginn…Lesa meira

true

Leik ÍA og Hrunamanna frestað

Leik ÍA og Hrunamanna í 1. deild karla í körfubolta, sem fara átti fram í kvöld á Flúðum, hefur verið frestað. Leikmenn í hópi Skagamanna eru að losna úr einangrun og sóttkví og ekki þótti fært að leika í kvöld. Þá hefur leik ÍR og Aþenu/UMFK í 1. deild kvenna, sem var á dagskrá á…Lesa meira