Íþróttir

true

Guðfinnur Þór í Aftureldingu

Afturelding hefur fengið Skagamanninn Guðfinn Þór Leósson til liðs við sig fyrir komandi tímabil en Afturelding mun leika í 1. deild karla, Lengjudeildinni, í knattspyrnu í sumar eins og síðustu þrjú tímabil. Guðfinnur Þór er 22 ára miðjumaður, uppalinn hjá ÍA, en kemur til Aftureldingar frá Víkingi Ólafsvík þar sem hann spilaði 20 leiki og…Lesa meira

true

Snæfell sigraði Tindastól í hörkuleik

Snæfell tók á móti Tindastól í 1. deild kvenna í körfuknattleik í gærkvöldi og vann að lokum sex stiga sigur í spennandi leik, 61:55. Sex stigum munaði á liðunum í deildinni fyrir leikinn, Snæfell var með 16 stig og Tindastóll með tíu stig. Leikurinn fór rólega af stað en síðan tók Snæfell mikinn kipp, breytti…Lesa meira

true

Aþena tapaði eftir fimm sigurleiki í röð

Hið unga og efnilega lið Aþenu-UMFK sem leikur heimaleiki sína í 1. deild kvenna í körfuknattleik á Akranesi mætti liði Hamars/Þórs á laugardagskvöldið í íþróttahúsinu við Vesturgötu. Aþena hafði unnið sína síðustu fimm leiki í deildinni og var á góðu skriði. Það má með sanni segja að fyrsti leikhluti leiksins hafi orðið Aþenu að falli…Lesa meira

true

Fjör í fimleikum á Akranesi um helgina

Um síðustu helgi fór fram GK mótið í hópfimleikum og Haustmótið í stökkfimi í fimleikahúsinu við Vesturgötu á Akranesi. Meistaraflokkur kvenna hjá Fimleikafélagi Akraness náði góðum árangri á mótinu. Þær urðu í fyrsta sæti í gólfæfingum og á dýnu og lentu í öðru sæti í samanlögðum árangri á eftir Gerplu úr Kópavogi. Þá lenti 2.…Lesa meira

true

Skallagrímur fékk skell gegn Álftanesi

Álftanes og Skallagrímur mættust í gærkvöldi í 1. deild karla í körfuknattleik og fór leikurinn fram í Forsetahöllinni syðra. Jafnt var á flestum tölum í fyrsta leikhluta, Álftanes náði þó sjö stiga forystu þegar tæpar tvær mínútur voru eftir en Skallagrímur náði að minnka muninn í þrjú stig, staðan 20:17. Svipuð staða var þegar komið…Lesa meira

true

Sundfólk frá ÍA stóð sig vel á RIG 2022

Sundmótið Reykjavík International Games-RIG 2022 fór fram um helgina í Laugardalslaug. RIG er fyrsta sundmótið í 50 metra laug á tímabilinu og í ár var keppnin sterk með félögum frá Danmörku, Færeyjum, Grænlandi og Noregi. Fjórir Ólympíufarar voru á mótinu og samtals voru keppendur 233 frá 22 félögum. Sundfélag Akraness sendi alls 13 sundmenn á…Lesa meira

true

Kraftlyftingafólk frá ÍA stóð sig vel

Keppni í klassískum kraftlyftingum á Reykjavíkurleikunum -RIG 2022 fór fram um helgina og sendi Kraftlyftingafélag Akraness þrjá keppendur á mótið. Keppt var að stigum og stóðu þeir sig allir vel. Sylvía Ósk Rodriguez bætti sig um fimm kg í hnébeygju og lyfti þar þyngst 150 kg. Hún fór létt með 80 kg í bekkpressu og…Lesa meira

true

Snæfell vann sterkan sigur á KR

Snæfell og KR mættust í gærkvöldi í 1. deild kvenna í körfuknattleik og fór leikurinn fram í Stykkishólmi. Snæfell var fyrir leikinn með 14 stig eftir tólf leiki en KR með tólf stig eftir tíu leiki. Mikið hefur verið um frestanir í vetur og er því deildin nokkuð götótt. Mikið jafnræði var með liðunum í…Lesa meira

true

NOVIS deildin í pílu hófst um helgina

Um síðustu helgi fór fram 1. umferð í NOVIS deildinni í pílu sem haldin er af Íslenska pílukastsambandinu. Deildin er hönnuð fyrir pílukastara á öllum sviðum íþróttarinnar og er sett þannig upp að keppendur fá marga keppnisleiki og alla við leikmenn með svipað getustig. Fyrsta umferðin var haldin á sunnudaginn á Bullseye við Snorrabraut í…Lesa meira

true

Strákarnir mæta Króatíu í dag

Strákarnir okkar í íslenska karlalandsliðinu í handbolta mæta liði Króata á EM í Búdapest klukkan 14:30 í dag. Danir eru nú á toppi riðilsins með 6 stig en Frakkland og Ísland eru jöfn með 4 stig. Króatía er eina liðið í riðlinum án stiga og getur því ekki tryggt sér sæti í undanúrslitum en Holland…Lesa meira