Lið Snæfells að fagna sigrinum gegn Tindastól. Ljósm. sá

Snæfell sigraði Tindastól í hörkuleik

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Snæfell tók á móti Tindastól í 1. deild kvenna í körfuknattleik í gærkvöldi og vann að lokum sex stiga sigur í spennandi leik, 61:55. Sex stigum munaði á liðunum í deildinni fyrir leikinn, Snæfell var með 16 stig og Tindastóll með tíu stig. Leikurinn fór rólega af stað en síðan tók Snæfell mikinn kipp, breytti stöðunni úr 7:6 í 17:7 á aðeins þremur mínútum og leiddi við lok fyrsta leikhluta með helmings mun, 22:11. Snæfell hélt gestunum að norðan í skefjum í byrjun annars leikhluta, skoraði fyrstu sjö stigin en þá tók Tindastóll við sér og náði að minnka muninn í tíu stig eftir rúmlega fimm mínútna leik. Snæfell hafði aðeins betur seinni hlutann og var með þægilega forystu þegar flautað var til hálfleiks, 40:26.\r\n\r\nSnæfell skoraði fyrstu tvö stigin í þriðja leikhluta en síðan gerðust ótrúlegir hlutir. Það sem eftir lifði leikhlutans skoraði Snæfell aðeins tvö stig til viðbótar á meðan Tindastóll skoraði 14 stig. Allt í einu var mikil spenna komin í leikinn fyrir síðasta fjórðunginn, staðan 44:40 fyrir Snæfelli. Spennan hélt áfram út leikinn og þegar tæp mínúta var eftir af leiknum minnkaði Tindastóll muninn í tvö stig, 57:55. En þá tók Preslava Koleva sig til og setti niður dýrmætann þrist þegar 30 sekúndur lifðu af leiknum. Gestirnir tóku þá leikhlé en í næstu sókn hittu þær ekki úr þriggja stiga skoti og brutu síðan af sér í kjölfarið. Vaka Þorsteinsdóttir hitti síðan úr einu víti af tveimur og gulltryggði sigurinn, 61:55.\r\n\r\nStigahæstar í liði Snæfells í leiknum voru þær Rebekka Rán Karlsdóttir með 24 stig, Vaka Þorsteinsdóttir með 12 stig og Preslava Koleva með 11 stig. Hjá Tindastól var Madison Sutton með 16 stig og 28 fráköst, Anna Karen Hjartardóttir með 15 stig og þær Eva Rún Dagsdóttir og Inga Sólveig Sigurðardóttir voru með 8 stig hvor.\r\n\r\nStaðan í deildinni er nú þannig að Ármann er efstur með 24 stig, ÍR í öðru sæti með 20 stig og Snæfell og Þór Akureyri deila þriðja og fjórða sætinu með 18 stig. Næsti leikur Snæfells er gegn botnliði Vestra laugardaginn 12. febrúar í Stykkishólmi og hefst leikurinn klukkan 15.",
  "innerBlocks": []
}
Snæfell sigraði Tindastól í hörkuleik - Skessuhorn