
Rebekka Rán gerði gæfumuninn í leiknum gegn KR. Ljósm. sá
Snæfell vann sterkan sigur á KR
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "Snæfell og KR mættust í gærkvöldi í 1. deild kvenna í körfuknattleik og fór leikurinn fram í Stykkishólmi. Snæfell var fyrir leikinn með 14 stig eftir tólf leiki en KR með tólf stig eftir tíu leiki. Mikið hefur verið um frestanir í vetur og er því deildin nokkuð götótt. Mikið jafnræði var með liðunum í upphafi leiks og staðan jöfn eftir tæplega sex mínútna leik, 12:12. Snæfell náði síðan ágætis kafla og staðan 22:17 eftir fyrsta leikhluta. Baráttan hélt áfram í öðrum leikhluta en heimakonur þó ávallt skrefinu á undan og þegar flautað var til hálfleiks var munurinn orðinn átta stig, 35:27.\r\n\r\nÍ þriðja leikhluta voru KR-ingar enn að elta, náðu að minnka muninn af og til en þó aldrei minna en í fimm stig og Snæfell í sæmilega góðum málum áður en síðasti fjórðungur leiksins hófst, staðan 50:43. En í byrjun hans náði KR góðum fjögurra mínútna kafla og náði að jafna metin þegar tæplega fjórar mínútur voru eftir af leiknum, 57:57. Þá fóru í hönd æsispennandi lokamínútur og mikil spenna og æsingur það sem eftir lifði leiks. Á síðustu mínútu leiksins var KR tveimur stigum yfir í leiknum en þá tók Rebekka Rán Karlsdóttir til sinna ráða, fyrst jafnaði hún metin eftir gegnumbrot og síðan þustu KR-ingar í sókn en klúðruðu þeirri sókn með að fá dæmt á sig skref þegar 40 sekúndur voru eftir. Erfiðlega gekk þó hjá Snæfelli að finna glufu í vörn KR en Rebekka náði síðan að krækja sér í tvö víti þegar brotið var á henni eftir gegnumbrot þegar 15 sekúndur voru eftir af leiknum og skoraði hún úr báðum vítunum. KR fékk svo tækifæri að jafna metin eða stela sigrinum í lokasókn þeirra en misstu boltann klaufalega frá sér, brutu af sér í kjölfarið og Rebekka nánast gulltryggði sigurinn með að hitta úr einu vítaskoti af tveimur. KR fékk þó fimm sekúndur til að ná að jafna metin en Snæfell hleypti þeim ekki of nálægt körfunni þar til flautan gall og lokastaðan 67:64 fyrir Snæfelli.\r\n\r\nHjá Snæfelli var títtnefnd Rebekka Rán með 21 stig og 10 fráköst, Rósa Kristín Indriðadóttir var með 15 stig og 17 fráköst og Helga Hjördís Björgvinsdóttir með 11 stig. Hjá KR var Fanney Ragnarsdóttir með 21 stig, Ragnhildur Arna Kristinsdóttir með 15 stig og Hulda Ósk Bergsteinsdóttir með 11 stig.\r\n\r\nNæsti leikur Snæfells átti að vera næsta laugardag gegn Tindastól en hefur verið frestað vegna smits í leikmannahópi Tindastóls og er allt liðið komið í sóttkví. Nýr leiktími er þriðjudagurinn 8. febrúar, fer leikurinn fram í Stykkishólmi og hefst klukkan 18.",
"innerBlocks": []
}