
Úr stórkostlegum sigurleik Íslands gegn Frakklandi á laugardaginn. Ljósm. HSÍ
Strákarnir mæta Króatíu í dag
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "Strákarnir okkar í íslenska karlalandsliðinu í handbolta mæta liði Króata á EM í Búdapest klukkan 14:30 í dag. Danir eru nú á toppi riðilsins með 6 stig en Frakkland og Ísland eru jöfn með 4 stig. Króatía er eina liðið í riðlinum án stiga og getur því ekki tryggt sér sæti í undanúrslitum en Holland og Svartfjallaland eru með tvö stig hvort og eiga því enn möguleika á að komast í undanúrslit. Ef staðan í riðlinum breytist ekki mun Ísland fara áfram með Dönum vegna innbyrðis stöðu Íslands og Frakklands.\r\n\r\nÍslendingar hafa aldrei unnið Króatíu á stórmóti en Króatar hafa ekki verið að standa sig eins vel á mótinu og búist hafði verið við. Þetta er aðeins í annað sinn á tuttugu árum sem Króatía spilar ekki í undanúrslitum á EM í handbolta. Þar sem Króatar eiga enn möguleika á að tryggja sér fimmta sætið á mótinu, og þar með sæti á næsta HM, munu þeir ekkert gefa eftir í leiknum í dag.\r\n\r\nNíu leikmenn íslenska liðsins hafa nú greinst með kórónuveiruna á mótinu en Daníel Þór Ingason bættist í þann hóp í gær. Guðmundur Guðmundsson þjálfari íslenska liðsins hefur kallað inn Haukamennina Darra Þór Aronsson og Þráinn Orra Jónsson sem mættir eru til Búdapest og verða með hópnum í dag. Björgvin Páll Gústavsson var einn þeirra fyrstu úr íslenska hópnum til að lenda í einangrun og er hann nú laus og verður væntanlega með liðinu í leiknum í dag. Ekki eru komnar neinar upplýsingar um það hvort aðrir leikmenn séu nú lausir, en Elvar Örn Jónsson og Ólafur Andrés Guðmundsson voru greindir sama dag og Björgvin Páll.\r\n\r\nDanir og Hollendingar mætast í öðrum leik dagsins klukkan 17:00 en Danir geta gulltryggt sæti í undanúrslitum með sigri í þeim leik. Frakkland og Svartfjallaland mætast svo í lokaleik kvöldsins klukkan 19:30 í kvöld.",
"innerBlocks": []
}