
Lið Aþenu hefur staðið sig vel í deildinni í vetur.
Aþena tapaði eftir fimm sigurleiki í röð
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "Hið unga og efnilega lið Aþenu-UMFK sem leikur heimaleiki sína í 1. deild kvenna í körfuknattleik á Akranesi mætti liði Hamars/Þórs á laugardagskvöldið í íþróttahúsinu við Vesturgötu. Aþena hafði unnið sína síðustu fimm leiki í deildinni og var á góðu skriði. Það má með sanni segja að fyrsti leikhluti leiksins hafi orðið Aþenu að falli í þessum leik. Gestirnir komust í 0:7 í byrjun leiks og eftir rúmar sjö mínútur var staðan 7:20 Hamri/Þór í vil. Lítið gekk hjá Aþenu að minnka muninn og staðan 12:27 eftir fyrsta leikhluta. Mikið jafnræði var með liðunum í öðrum leikhluta og munurinn milli liðanna hafði því breyst lítið þegar flautað var til hálfleiks, staðan 28:42 fyrir gestina.\r\n\r\nÞví miður fyrir Aþenu var þetta á svipuðum nótum í þriðja og fjórða leikhluta. Hamar/Þór hélt þeim ávallt í öruggri fjarlægð og forskot þeirra aldrei minna en tíu stig. Gestirnir uppskáru því sanngjarnan sigur en svekkjandi tap Aþenu staðreynd og þeirra fyrsta í sex leikjum í deildinni, lokastaðan 72:83.\r\n\r\nStigahæst hjá Aþenu eins og oft áður var Violet Morrow með 36 stig og 15 fráköst, Elektra Mjöll Kubrzeniecka var með 13 stig og Tanja Ósk Brynjarsdóttir með 12 stig. Hjá Hamri/Þór var Astaja Tyghter með 35 stig og 11 fráköst, Julia Demirer með 16 stig og 14 fráköst og Gígja Rut Gautadóttir með 12 stig.\r\n\r\nÁrmann er í efsta sæti deildarinnar með 24 stig, ÍR í öðru sæti með 20 stig, Þór Akureyri í því þriðja og Snæfell og Aþena jöfn í fjórða og fimmta sæti með 16 stig. Neðst eru Fjölnir B og Vestri frá Ísafirði með 4 stig. Næsti leikur Aþenu er gegn ÍR laugardaginn 12. Febrúar í Hellinum í Breiðholti og hefst klukkan 18.",
"innerBlocks": []
}