Skallagrímur fékk skell gegn Álftanesi

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Álftanes og Skallagrímur mættust í gærkvöldi í 1. deild karla í körfuknattleik og fór leikurinn fram í Forsetahöllinni syðra. Jafnt var á flestum tölum í fyrsta leikhluta, Álftanes náði þó sjö stiga forystu þegar tæpar tvær mínútur voru eftir en Skallagrímur náði að minnka muninn í þrjú stig, staðan 20:17. Svipuð staða var þegar komið var fram í miðjan annan leikhluta, 29:29, en þá tóku heimamenn góðan sprett, skoruðu tíu stig gegn engu gestanna og héldu því forskoti fram að hálfleik, staðan 48:39 fyrir Álftanes.\r\n\r\nÍ þriðja leikhluta gekk lítið hjá Skallagrími að saxa á forskotið, Álftanesingar bættu bara í og voru komnir með 21 stigs forystu eftir rúman fimm mínútna leik, 66:45. Skallagrímur náði síðan að koma aðeins til baka seinni hlutann og staðan fyrir fjórða leikhluta, 72:60 fyrir Álftanesi. Í fjórða leikhluta náði Skallagrímur aldrei að ógna heimamönnum að einhverju ráði. Álftanes hafði öll völd á vellinum og Skallagrímur þurfti að lokum að sætta sig við 17 stiga tap, lokastaðan 97:80 fyrir Álftanes.\r\n\r\nStigahæstir hjá Skallagrími í leiknum voru þeir Arnar Smári Bjarnason með 17 stig, Marinó Þór Pálmason með 16 stig og Bryan Battle með 15 stig. Hjá Álftanesi var Sinisa Bilic með 27 stig, Cedrick Bowen með 22 stig og 10 fráköst og Friðrik Anton Jónsson með 17 stig.\r\n\r\nNæsti leikur Skallagríms er gegn Fjölni föstudaginn 11. febrúar í Fjósinu í Borgarnesi og hefst klukkan 19.15.",
  "innerBlocks": []
}
Skallagrímur fékk skell gegn Álftanesi - Skessuhorn