
Einar Örn, Helgi Arnar og Sylvía í góðum gír. Ljósm. Kraftlyftingafélag Akraness.
Kraftlyftingafólk frá ÍA stóð sig vel
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "Keppni í klassískum kraftlyftingum á Reykjavíkurleikunum -RIG 2022 fór fram um helgina og sendi Kraftlyftingafélag Akraness þrjá keppendur á mótið. Keppt var að stigum og stóðu þeir sig allir vel.\r\n\r\nSylvía Ósk Rodriguez bætti sig um fimm kg í hnébeygju og lyfti þar þyngst 150 kg. Hún fór létt með 80 kg í bekkpressu og 162,5 kg í réttstöðulyftu sem er bæting um 2,5 kg. Samanlagður árangur hennar var 392,5 kg sem gáfu 75,16 stig og 6. sætið í kvennaflokki.\r\n\r\nHelgi Arnar Jónsson lyfti þyngst 230 kg í hnébeygju, 122,5 kg í bekkpressu og 270 kg í réttstöðulyftu. Þyngsta lyftan í réttstöðulyftunni er jöfnun á hans besta árangri. Samanlagður árangur Helga var 622,5 kg sem gáfu honum 89,83 stig og 5. sætið í karlaflokki.\r\n\r\nEinar Örn Guðnason lyfti þyngst 287,5 kg í hnébeygju sem fóru léttilega upp, 180 kg í bekkpressu og 282,5 kg í réttstöðulyftu sem einnig flugu upp. Samanlagður árangur hans var 750 kg sem gáfu honum 89,56 stig og 6. sætið í karlaflokki.",
"innerBlocks": []
}