Einar Margeir sigraði í 200 metra skriðsundi á RIG 2022. Ljósm. SA.

Sundfólk frá ÍA stóð sig vel á RIG 2022

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Sundmótið Reykjavík International Games-RIG 2022 fór fram um helgina í Laugardalslaug. RIG er fyrsta sundmótið í 50 metra laug á tímabilinu og í ár var keppnin sterk með félögum frá Danmörku, Færeyjum, Grænlandi og Noregi. Fjórir Ólympíufarar voru á mótinu og samtals voru keppendur 233 frá 22 félögum.\r\n\r\nSundfélag Akraness sendi alls 13 sundmenn á mótið og komu þeir heim með eitt gull, eitt silfur og þrjú brons. Einar Margeir Ágústsson átti gott mót, hann sigraði í 200 metra skriðsundi og var í þriðja sæti í 100 metra bringusundi. Enrique Snær Llorens Sigurðsson stóð sig einnig vel en hann var í öðru sæti í 200 og 400 metra fjórsundi og í þriðja sæti í 400 metra skriðsundi. Þá var Ragnheiður Karen Ólafsdóttir í þriðja sæti í 200 metra bringusundi og Sindri Andreas Bjarnason þriðji í 50 metra skriðsundi.",
  "innerBlocks": []
}
Sundfólk frá ÍA stóð sig vel á RIG 2022 - Skessuhorn