Leikið var í Lengjubikarnum um helgina

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Skagamenn léku annan leik sinn í Lengjubikarnum á laugardaginn þegar þeir mættu liði KV sem leikur í næstefstu deild, Lengjudeildinni, í sumar. Skagamenn fóru létt með Knattspyrnufélag Vesturbæjar í leiknum, voru komnir í 3-0 fyrir hálfleik með tveimur mörkum frá Viktori Jónssyni og einu frá Gísla Laxdal Unnarssyni. Nýliðinn Christian Köhler bætti svo við fjórða markinu í seinni hálfleik með þrumuskoti og stórsigur í höfn, 4-0.\r\n\r\nUm helgina yfirgaf sóknarmaðurinn Hákon Ingi Jónsson herbúðir Skagamanna og gerði þriggja ára samning við Fjölni í Grafarvogi. Hákon Ingi lék 17 leiki með ÍA á síðasta tímabili og skoraði þrjú mörk.\r\n\r\n<strong>Ólsarar unnu Vesturlandsslaginn</strong>\r\n\r\nÞað var sannkallaður Vesturlandsslagur í Akraneshöllinni á föstudagskvöldið þegar Kári og Víkingur Ólafsvík mættust í B deild Lengjubikarsins en þetta var fyrsti leikur beggja liða í Lengjubikarnum í ár. Víkingur byrjaði betur í leiknum og var kominn með tveggja marka forystu eftir tæplega korters leik með mörkum frá Bjarti Bjarma Barkarsyni og Mikael Hrafni Helgasyni. Kári minnkaði muninn muninn með marki frá Steindóri Mar Gunnarssyni en Brynjar Vilhjálmsson kom Víkingi í 1-3 rétt fyrir hálfleik. Fylkir Jóhannsson svaraði fyrir Kára eftir klukkustundarleik og Nikulás Ísar Bjarkason jafnaði metin sex mínútum síðar, staðan 3-3. Það var síðan áðurnefndur Bjartur Bjarmi sem tryggði sigur gestanna með marki á næstsíðustu mínútu leiksins og lokatölur því 3-4 fyrir Ólsara.\r\n\r\nMarkahrókurinn Marinó Hilmar Ásgeirsson úr Kára hefur gengið til liðs við Kórdrengi sem leika í Lengjudeildinni í sumar en hann lék 16 leiki og skoraði sjö mörk í 2. deild síðasta sumar. Þá hefur markvörðurinn Gunnar Bragi Jónasson skipt yfir í Víking Ólafsvík frá Kára en hann lék níu leiki með Kára og þrjá leiki með Skallagrími síðasta sumar.",
  "innerBlocks": []
}
Leikið var í Lengjubikarnum um helgina - Skessuhorn