
Bergþór Ægir Ríkharðsson var með 14 stig í leiknum gegn Hamri. Ljósm. glh
Skallagrímur náði sigri gegn Hamri
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "Skallagrímur og Hamar mættust í gærkvöldi í 1. deild karla í körfuknattleik og fór leikurinn fram í Hveragerði. Skallagrímur byrjaði mun betur í leiknum og komst í 5:17 eftir rúmlega fimm mínútna leik. Skallagrímur hélt forskotinu út fyrsta leikhlutann og staðan 20:32. Í byrjun annars leikhluta náðu heimamenn að minnka muninn í fimm stig og síðan í þrjú stig eftir fimm mínútna leik, 38:41. En þá tóku Skallarnir kipp og höfðu tíu stiga forskot í hálfleik, 44:54.\r\n\r\nSkallagrímsmenn náði að halda þessu forskoti áfram í þriðja leikhluta og gott betur því forysta þeirra var orðin meira en 20 stig undir lok hans, 53:74 en þá tóku Hamarsmenn góðan sprett. Þeir skoruðu tólf stig gegn aðeins tveimur stigum gestanna, staðan 65:76 fyrir lokafjórðunginn. Í honum héldu heimamenn áfram að herja á gestina og þegar rúmlega ein mínúta var eftir af leiknum var munurinn aðeins þrjú stig Skallagrími í vil, 89:92. Þeir náðu þó að höndla pressuna og skoruðu síðustu fjögur stigin af vítapunktinum, lokastaðan 89:96 fyrir Skallagrími.\r\n\r\nStigahæstir í liði Skallagríms voru þeir Bryan Battle með 28 stig, Arnar Smári Bjarnason með 19 stig og Bergþór Ægir Ríkharðsson með 14 stig. Hjá Hamri var Björn Ásgeir Ásgeirsson með 27 stig, Dareial Franklin með 23 stig og Benoný Svanur Sigurðsson með 18 stig.\r\n\r\nNæsti leikur Skallagríms er gegn Hetti föstudaginn 4. mars á Egilsstöðum og hefst leikurinn klukkan 19:15.",
"innerBlocks": []
}