Dregið í forkeppni Mjólkurbikarsins – Stefnir í Vesturlandsslagi
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "Á fimmtudaginn var dregið í forkeppni Mjólkurbikars karla og kvenna í knattspyrnu en um er að ræða fyrstu tvær umferðirnar. Í Mjólkurbikar kvenna mætir ÍA liði Fjölnis og fer leikurinn fram í Akraneshöllinni föstudaginn 29. apríl klukkan 19. Sigurvegarinn úr þessum leik mætir síðan annað hvort Sindra eða KH í leik sem fer fram sunnudaginn 15. maí klukkan 14. 16-liða úrslitin eru svo áætluð föstudaginn 27. maí og laugardaginn 28. maí.\r\n\r\nVíkingur Ólafsvík mætir Berserkjum/Mídas laugardaginn 9. apríl á Víkingsvelli klukkan 14 og Kári frá Akranesi mætir Árborg sunnudaginn 10. apríl í Akraneshöllinni klukkan 14. Sigurvegarar þessara leikja mætast svo laugardaginn 23. apríl klukkan 14 og því gæti orðið Vesturlandsslagur í þeirri umferð.\r\n\r\nAnnar Vesturlandsslagur verður örugglega sunnudaginn 10. apríl því þá mætast á Ólafsvíkurvelli Reynir Hellissandi og Skallagrímur frá Borgarnesi klukkan 14. Sigurvegarinn úr þeim leik mætir annað hvort Þrótti Vogum eða ÍR og fer sá leikur fram föstudaginn 22. apríl klukkan 19.15. 32-liða úrslitin hefjast svo þriðjudaginn 24. maí og lýkur fimmtudaginn 26. maí.\r\n\r\nKarlalið ÍA þarf ekki að taka þátt í forkeppninni og verður liðið í hattinum þegar dregið verður í 32-liða úrslitum keppninnar. Víkingur Reykjavík er ríkjandi Mjólkurbikarmeistari í meistaraflokki karla og Breiðablik í meistaraflokki kvenna.",
"innerBlocks": []
}
Dregið í forkeppni Mjólkurbikarsins – Stefnir í Vesturlandsslagi - Skessuhorn