Úr leik ÍA og Hamars í Lengjubikar kvenna á föstudagskvöldið. Ljósm. sas.

Misjafnt gengi Vesturlandsliðanna í Lengjubikarnum í knattspyrnu um helgina

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Skagamenn léku í hádeginu á laugardaginn í Akraneshöllinni gegn Lengjudeildarliði Fjölnis í Lengjubikarnum og unnu 3-1. Steinar Þorsteinsson og Gísli Laxdal Unnarsson komu Skagamönnum í 2-0 eftir rúman 20 mínútna leik áður en Baldvin Þór Berndsen minnkaði muninn fyrir gestina skömmu fyrir leikhlé. Gísli Laxdal gulltryggði sigur ÍA á 65. mínútu og eru þeir efstir ásamt Breiðabliki í riðli 2 með níu stig en hafa leikið einum leik meira.\r\n\r\nVíkingur Ólafsvík lék á laugardaginn gegn liði KH í Akraneshöllinni og varð að sætta sig við tap, 1-3. Jón Örn Ingólfsson og Fannar Freyr Bergmann skoruðu sitt hvort markið í fyrri hálfleik fyrir KH en í millitíðinni var Ólsarinn Ísak Máni Guðjónsson rekinn út af . Það var síðan Alexander Lúðvíksson sem kom gestunum í þriggja marka forystu þegar ellefu mínútur voru eftir af leiknum en Andri Þór Sólbergsson skoraði sárabótarmark fyrir Víking á lokamínútu leiksins.\r\n\r\nKári lék gegn ÍR í Breiðholtinu á laugardaginn í sama riðli og tapaði 4-1. Reynir Haraldsson kom heimamönnum yfir á 28. mínútu og eftir rúmlega klukkustundar leik voru þeir komnir í 4-0 með mörkum frá Helga Snæ Agnarssyni, Pétri Hrafni Friðrikssyni og Jorgen Pettersen. Steindór Mar Gunnarsson skoraði fyrir Kára níu mínútum fyrir leikslok en það dugði skammt.\r\n\r\nKvennalið ÍA lék sinn fyrsta leik í Lengjubikarnum á föstudagskvöldið í Akraneshöllinni á móti Hamri frá Hveragerði og unnu öruggan sigur, 3-0. Erna Björt Elíasdóttir kom þeim yfir með marki á 12. mínútu og bætti við öðru marki úr víti á 59. mínútu. Erla Karitas Jóhannesdóttir skoraði þriðja og síðasta mark ÍA á lokamínútunni og Skagastúlkur byrja vel í Lengjubikarnum þetta árið.\r\n\r\nReynir Hellissandi byrjaði ekki vel í Lengjubikarnum í ár þegar þeir mættu Ísbirninum í Kórnum á laugardaginn. Maciej Maliszewski og Goran Vunduk komu heimamönnum í 2-0, Benedikt Björn Ríkharðsson minnkaði muninn fyrir Reyni í 2-1 áður en Orats Garcia bætti við þriðja markinu rétt fyrir hálfleik. Alvaro Leon og Vladimir Panic skoruðu síðan í seinni hálfleik fyrir Ísbjörninn og stórsigur þeirra í höfn, 5-1.\r\n\r\nSkallagrímur var á sömu nótum og Reynir en þeir léku á sunnudaginn einnig sinn fyrsta leik í Lengjubikarnum gegn Hamarsmönnum úr Hveragerði. Atli Þór Jónasson kom Hamri yfir á 15. mínútu og það voru síðan þeir Sigurður Ísak Ævarsson og Atli Þór Jónasson sem gulltryggðu öruggan sigur gestanna í seinni hálfleik, lokastaðan 0-3 fyrir Hamarsmönnum.",
  "innerBlocks": []
}
Misjafnt gengi Vesturlandsliðanna í Lengjubikarnum í knattspyrnu um helgina - Skessuhorn