
Úr leik ÍA og Hamars á dögunum. Ljósm. vaks
Skagamenn fallnir í 2. deild í körfunni
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "Höttur og ÍA mættust í 1. deild karla í körfuknattleik í gærkvöldi og fór leikurinn fram í MVA-höllinni á Egilsstöðum. Skagamenn mættu frekar fámennir til leiks og með ungt lið því aðeins voru átta á leikskýrslu og þar vantaði meðal annars þeirra besta leikmann í vetur, Christopher Clover sem var veikur. Það virtist þó ekki koma að sök í fyrsta leikhluta því Skagamenn komu heimamönnum á óvart og voru yfir við lok hans, staðan 25:27. En fljótlega í öðrum leikhluta skoraði Höttur 15 stig í röð og staðan allt í einu orðin allt önnur, 42:32. Svipaður stiga munur hélst út annan leikhlutann og staðan í hálfleik 58:47 fyrir Hetti.\r\n\r\nÍ þriðja leikhluta tóku heimamenn öll völd, gestirnir höfðu engin svör og Hattarmenn voru komnir í hundrað stigin þegar honum lauk og með 35 stiga forystu, 100:65. Þeir slökuðu lítið á klónni í síðasta fjórðungnum og lokastaðan öruggur sigur Hattar, 128:84.\r\n\r\nÞað er því ljóst eftir þennan leik að Skagamenn eru fallnir í 2. deild því þeir geta aðeins jafnað Hamar að stigum ef þeir vinna síðustu þrjá leiki sína í deildinni og það dugar ekki sökum innbyrðis viðureigna liðanna í vetur. Skagamenn fengu óvænt boð rétt fyrir mót að taka slaginn í 1. deildinni en hafa átt erfitt uppdráttar og aðeins unnið einn leik til þessa. En mótlætið gerir ekki annað en að herða menn og vonandi geta stuðningsmenn ÍA fylgst með sínum mönnum í 2. deild á næsta tímabili.\r\n\r\nStigahæstir hjá ÍA voru þeir Lucien Christofis með 27 stig, Aron Elvar Dagsson með 26 stig og Þórður Freyr Jónsson með 18 stig. Hjá Hetti var Arturo Rodriguez með 24 stig, Timothy Guers með 20 stig, 12 fráköst og 13 stoðsendingar og Matej Karlovic með 19 stig.\r\n\r\nNæsti leikur ÍA er Vesturlandsslagur gegn Skallagrími þriðjudaginn 15. mars í íþróttahúsinu við Vesturgötu og hefst klukkan 19.15.",
"innerBlocks": []
}