
Bryan Battle var með 23 stig gegn Hrunamönnum. Hér í leik fyrr í vetur á móti Hamri. Ljósm. glh
Skallagrímur tapaði gegn Hrunamönnum
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "Skallagrímur tók á móti Hrunamönnum í 1. deild karla í körfuknattleik á föstudagskvöldið og fór leikurinn fram í Fjósinu í Borgarnesi. Gestirnir voru sterkari í fyrri hluta fyrsta leikhluta og komust í 6:12 en heimamenn komu síðan til baka og staðan 20:21 fyrir Hrunamönnum við flautið. Jafnræði var með liðunum allan annan leikhlutann, lítið skildi á milli og staðan í hálfleik 49:46 fyrir Skallagrími.\r\n\r\nBaráttan hélt áfram í þriðja leikhluta, Hrunamenn þó ívið sterkari en Skallarnir áttu síðasta orðið með fimm stigum á síðustu mínútunni, staðan 67:70. Gestirnir bættu síðan aftur í, náðu 15 stiga forystu um miðjan fjórða leikhluta og heimamenn áttu engin svör, lokastaðan tólf stiga sigur Hrunamanna frá Flúðum, 86:98.\r\n\r\nStigahæstir hjá Skallagrími voru þeir Bryan Battle með 23 stig, Simun Kovac var með 18 stig og 15 fráköst og Marinó Þór Pálmason með 13 stig. Hjá Hrunamönnum var Clayton Ladine með 26 stig, Karlo Lebo með 22 stig og 10 fráköst og Yngvi Freyr Óskarsson með 15 stig.\r\n\r\nNæsti leikur Skallagríms er Vesturlandsslagur gegn ÍA á morgun, þriðjudag, á Akranesi og hefst klukkan 19.15.",
"innerBlocks": []
}