Rebekka Rán var með 16 stig í leiknum. Hér í leik gegn Aþenu fyrir skömmu. Ljósm. sá

Snæfell tapaði gegn Hamri Þór

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Snæfell og Hamar-Þór mættust í 1. deild kvenna í körfuknattleik á laugardaginn og fór leikurinn fram í Stykkishólmi. Leikurinn var mjög mikilvægur í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni en fyrir leik var Snæfell í þriðja sæti deildarinnar með 22 stig og Hamar-Þór í sjöunda sæti með 18 stig. Leikmenn Hamars-Þór voru ákveðnari í fyrsta leikhluta og leiddu með sex stigum, 12:18. Snæfell náði að minnka muninn í tvö stig fljótlega í öðrum leikhluta en eftir um sex mínútna leik var staðan 24:31 fyrir gestunum. Aftur náðu Snæfellsstúlkur að minnka forskotið en gestirnir gáfu síðan í og fóru með fimm stiga forystu inn í hálfleikinn, 31:36.\r\n\r\nSnæfell átti ágætis þriðja leikhluta og komst yfir undir lok hans í annað skiptið í leiknum eftir að hafa komist í 2:0 í byrjun leiks, staðan fyrir síðasta fjórðunginn 52:51 Snæfelli í vil. En gestirnir neituðu að gefast upp og virtust vilja sigurinn meira. Staðan var þó jöfn 62:62 eftir rúman fimm mínútna leik og þegar tæp ein mínúta var eftir af leiknum var staðan 67:68 fyrir gestunum. Þær áttu hins vegar síðasta orðið og skoruðu síðustu sex stigin í leiknum, lokastaðan 67:74 Þór-Hamri í vil.\r\n\r\nAðeins ein umferð er eftir í 1. deild kvenna og fer hún fram í kvöld og á morgun. Ármann og ÍR eru efst og örugg með sæti í úrslitakeppninni en Snæfell, Þór Akureyri, KR og Hamar-Þór berjast um hin tvö sætin. Snæfell, Þór og KR eru öll með 22 stig og Hamar-Þór með 20 stig.\r\n\r\nStigahæstir í liði Snæfells voru þær Rebekka Rán Karlsdóttir með 16 stig, Gunnhildur Gunnarsdóttir var með 14 stig og Preslava Koleva með 11 stig. Hjá Hamri-Þór var Astaja Tyghter með 31 stig og 14 fráköst, Julia Demirer með 22 stig og 17 fráköst og Helga María Janusdóttir með 11 stig.\r\n\r\nSíðasti leikur Snæfells í deildinni í vetur er í kvöld gegn ÍR í Hellinum í Breiðholti og hefst klukkan 20:30 (seinkun var kynnt nú fyrir stundu vegna veðurs og ófærðar).",
  "innerBlocks": []
}
Snæfell tapaði gegn Hamri Þór - Skessuhorn