{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "Skallagrímur fór í langferð síðasta föstudag og lék gegn liði Hattar í 1. deild karla í körfuknattleik og fór leikurinn fram í MVA-höllinni á Egilsstöðum. Leikurinn var jafn í byrjun, um miðbik fyrsta leikhluta var staðan 11:11 en þá skoruðu heimamenn ellefu stig í röð og staðan allt í einu 22:11 fyrir Hetti. Staðan breyttist lítið eftir það og var hún 26:17 fyrir Hött við lok fyrsta leikhluta. Skallagrímur var snöggur til að jafna metin í öðrum leikhluta og var munurinn aðeins þrjú stig þegar liðin fóru inn í hálfleikshléið, staðan 43:40 og allt útlit fyrir spennandi leik.\r\n\r\nEn heimamenn voru ekki á sama máli, náðu fljótt undirtökunum í þriðja leikhluta og leiddu með tólf stigum þegar flautan gall, 71:59. Hattarmenn gengu síðan á lagið í fjórða og síðasta leikhluta, keyrðu yfir gestina sem voru fámennir og unnu öruggan sigur, lokatölur 104:85 fyrir Hött.\r\n\r\nSkallagrímsmenn voru eins og áður sagði frekar fámennir í leiknum en einungis voru átta leikmenn á skýrslu vegna veikinda og meiðsla í leikmannahópnum. Hafþór Ingi Gunnarsson, sem fagnaði fertugsafmæli sínu í september á síðasta ári, svaraði kallinu og lék alls í tíu mínútur í leiknum en náði ekki að komast á blað. Hann náði ekki heldur að verða föðurbetrungur því faðir hans, Gunnar Jónsson, lék árið 2001 leik með Skallagrími í efstu deild í körfubolta þá 41 árs gamall. Til gamans má geta þess að í þeim leik lék einnig sonur hans umræddur og náðu þeir því að leika saman feðgarnir í síðasta leik Gunnars á ferlinum.\r\n\r\nStigahæstir í leiknum gegn Hetti voru þeir Bryan Battle sem var með 38 stig, Simun Kovac var með 14 stig og þeir Davíð Guðmundsson og Bergþór Ægir Ríkharðsson með 11 stig hvor. Hjá Hetti var Timothy Guers með 27 stig, Arturo Rodriguez með 25 stig og þeir Matija Jokic og Matej Karlovic með 13 stig.\r\n\r\nNæsti leikur Skallagríms er gegn Hrunamönnum föstudaginn 11. mars í Borgarnesi og hefst klukkan 19.15.",
"innerBlocks": []
}
Skallagrímur tapaði á móti Hetti fyrir austan - Skessuhorn