Skagamenn töpuðu naumlega fyrir Hrunamönnum

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "ÍA og Hrunamenn mættust í 1. deild karla í körfuknattleik í gærkvöldi og fór leikurinn fram á Flúðum í Hrunamannahreppi. Leikurinn byrjaði fjörlega og jafnræði var með liðunum út fyrsta leikhluta, staðan 21:24 fyrir ÍA. Í öðrum leikhluta voru Skagamenn með yfirhöndina fyrri hlutann en Hrunamenn náðu að minnka muninn fyrir hálfleikshléið og staðan 48:49 fyrir ÍA.\r\n\r\nSpennan hélt áfram í leiknum í þriðja leikhluta og var nánast jafnt á öllum tölum. Hrunamenn voru þó ívið sterkari og höfðu sex stiga forskot þegar leikhlutanum lauk, 70:64. Í fjórða og síðasta leikhluta hélt spennan áfram, ÍA náði góðum kafla og komst sex stigum yfir en heimamenn neituðu að gefast upp og komust einu stigi yfir undir lok leiksins með þriggja stiga körfu Clayton Ladine. Cristopher Clover kom Skagamönnum yfir á síðustu mínútunni en Kristófer Tjörvi Einarsson svaraði með tveggja stiga körfu þegar tólf sekúndur voru eftir af leiknum. Skagamenn geystust í sókn en þriggja stiga skot Lucien Christofis fór ekki ofan í og Hrunamenn fögnuðu naumum sigri, 93:92.\r\n\r\nStigahæstir hjá ÍA í leiknum voru þeir Lucien Christofis og Cristopher Clover með 25 stig hvor, Aron Elvar Dagsson var með 16 stig og Þórður Freyr Jónsson með 15 stig. Hjá Hrunamönnum var Clayton Ladine með 28 stig og 10 stoðsendingar, Kent Hanson var með 26 stig og 11 fráköst og Yngvi Freyr Óskarsson með 20 stig.\r\n\r\nSkagamenn eru sem fyrr neðstir með tvö stig í deildinni og Hamar þar fyrir ofan með átta stig en eitt lið fellur. ÍA á fjóra leiki eftir og eru á hraðri leið niður í 2. deild. Næsti leikur ÍA er á fimmtudaginn gegn Hetti  fyrir austan og hefst klukkan 19.15.",
  "innerBlocks": []
}
Skagamenn töpuðu naumlega fyrir Hrunamönnum - Skessuhorn