Það var hart barist í leik Aþenu og Stjörnunnar í gær.

Aþena lagði Stjörnuna í spennandi leik

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Hið unga lið Aþenu-UMFK tók í gær á móti liði Stjörnunnar úr Garðabæ í 1. deild kvenna í körfuknattleik og fór leikurinn fram í íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum. Jafnt var á flestum tölum í fyrsta leikhluta en þegar rúmlega mínúta var eftir var Aþena komin með níu stiga forskot, 20:11. Gestirnir úr Garðabæ náðu hins vegar að koma til baka og minnkuðu muninn í fjögur stig, staðan 22:18 fyrir Aþenu eftir fyrsta leikhluta. Það má með sanni segja að Aþenustúlkur hafi verið á eldi í öðrum leikhluta því þær skoruðu alls 23 stig gegn aðeins níu stigum gestanna. Þá skoruðu þær fimm þriggja stiga körfur og voru komnar með þægilegt forskot í hálfleik, 45:27, og allt útlit fyrir öruggan sigur Aþenu.\r\n\r\nEn Stjörnustúlkur voru ekki á þeim buxunum að henda inn handklæðinu og drifnar áfram af stórleik Diljár Agnar Lárusdóttur náðu þær að koma sér aftur inn í leikinn. Hægt og rólega náðu þær að minnka muninn og staðan eftir þriðja leikhluta 61:50 fyrir Aþenu. Um miðjan fjórða leikhluta hafði Stjarnan náð að jafna metin, 65:65 og lokamínúturnar voru æsispennandi. Liðin skiptust á að ná forystunni og á síðustu mínútu leiksins  í stöðunni 76:75 fékk Hera Björk Árnadóttir tækifæri á að koma Stjörnunni yfir en hitti ekki úr tveimur vítaskotum sínum. Tanja Ósk Brynjarsdóttir kom Aþenu í þriggja stiga mun skömmu fyrir leikslok og Diljá Ögn átti síðasta skot leiksins en því miður fyrir hana og Stjörnuna fór þriggja stiga skot hennar ekki ofan í körfuna. Naumur sigur Aþenu því niðurstaðan, 78:75, og þær halda enn í vonina að komast í úrslitakeppni fjögurra efstu liðanna í deildinni en þar er baráttan ansi hörð. Ármann og ÍR eru örugg um fyrstu tvö sætin en það eru KR, Snæfell, Aþena, Þór Akureyri og Hamar-Þór sem berjast um hin tvö lausu sætin.\r\n\r\nStigahæstar í liði Aþenu voru þær Violet Morrow sem var með 32 stig og 15 fráköst, Tanja Ósk Brynjarsdóttir var með 19 stig og Elektra Mjöll Kubrzeniecka með 14 stig. Hjá Stjörnunni var Diljá Ögn með 32 stig, Deijah Blanks með 17 stig og Bergdís Lilja Þorsteinsdóttir með 12 stig og 16 fráköst.\r\n\r\nNæsti leikur Aþenu er gegn toppliði Ármanns laugardaginn 5. mars í Rimaskóla og hefst klukkan 16.\r\n\r\n[gallery size=\"large\" columns=\"2\" ids=\"51595,51596\"]",
  "innerBlocks": []
}
Aþena lagði Stjörnuna í spennandi leik - Skessuhorn