
Preslava Koleva var með tólf stig gegn ÍR. Hér í leik gegn Aþenu í lok febrúar. Ljósm sá
Snæfell tapaði gegn ÍR og missti af sæti í úrslitakeppninni
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "Snæfell lék gegn liði ÍR í 1. deild kvenna í körfuknattleik í gærkvöldi og fór leikurinn fram á heimavelli ÍR, Hellinum, í Breiðholti. Með sigri í leiknum hefði Snæfell komist í úrslitakeppnina og einnig ef Stjarnan hefði unnið Hamar-Þór. Snæfell. Snæfell var eins og í leikjunum tveimur á undan án síns besta leikmanns, Sianni Martin, en hún sleit krossband gegn liði Aþenu í lok febrúar og leikur því ekki meira með Snæfelli á þessu keppnistímabili. Sianni Martin er stigahæsti leikmaður deildarinnar og mikill missir af henni fyrir hið unga lið Snæfells sem mætir úrvalsdeildarliði Breiðabliks í undanúrslitum VÍS bikarsins á morgun.\r\n\r\nÞað var ljóst fljótlega í leiknum í gær að ÍR stúlkur ætluðu ekki að gefa neitt og voru þær komnar í 12:4 eftir fimm mínútur og í 19:12 við lok fyrsta leikhluta. Snæfell náði að minnka muninn í þrjú stig um miðjan annan leikhlutann, 26:23, en síðan gaf ÍR aftur í og fór með tíu stiga forskot inn í hálfleikinn, 38:28.\r\n\r\nÍ þriðja leikhluta gekk lítið sem ekki neitt hjá gestunum, þær skoruðu aðeins sjö stig á móti tuttugu stigum heimastúlkna og staðan fyrir síðasta fjórðunginn, 58:35 ÍR í vil. Svipað var upp á teningnum hjá Snæfelli í fjórða leikhluta, þær skoruðu aðeins sex stig þar og ÍR alls 17. Stórtap liðsins staðreynd gegn sterku liði ÍR, 75:41, og ÍR býr sig nú undir einvígi við KR í úrslitakeppni fjögurra liða um eitt sæti í Subway deild kvenna á næsta tímabili en hin tvö liðin sem mætast eru Ármann og Hamar-Þór.\r\n\r\nStigahæstar í liði Snæfells voru þær Preslava Koleva sem var með 12 stig og þær Minea Takala og Rebekka Rán Karlsdóttir voru með 7 stig hvor. Hjá ÍR var Gladiana Jimenez með 17 stig, Irena Sól Jónsdóttir með 14 stig og Aníka Lind Hjálmarsdóttir með 12 stig.\r\n\r\nNæsti leikur Snæfells en vonandi ekki sá síðasti í vetur er eins og áður sagði gegn Breiðabliki í undanúrslitum VÍS bikarsins á morgun í Smáranum í Kópavogi og hefst klukkan 17.15. Úrslitaleikurinn fer síðan fram laugardaginn og hefst klukkan 19.45.",
"innerBlocks": []
}