Íþróttir

true

Kári og Víkingur Ó áfram í Mjólkurbikarnum

Kári tók á móti liði Árborgar í 1. umferð Mjólkurbikarsins í knattspyrnu karla í hádeginu á laugardaginn og fór leikurinn fram í Akraneshöllinni. Kári gerði út um leikinn í fyrri hálfleik með þremur mörkum á átta mínútna kafla. Fyrst var það Fylkir Jóhannsson sem skoraði á 35. mínútu og síðan bættu þeir Ingimar Elí Hlynsson…Lesa meira

true

ÍA með stórsigur í Lengjubikarnum

ÍA tók á móti liði KH í riðli 2 í C deild kvenna í knattspyrnu í gærkvöldi og fór leikurinn fram í Akraneshöllinni. Um úrslitaleik var að ræða um sigur í riðlinum og öruggt sæti í úrslitum C deildar. Það var ljóst snemma hver tæki það sæti því Erla Karítas Jóhannesdóttir kom Skagastúlkum yfir strax…Lesa meira

true

Benedikt Warén að láni til ÍA

Knattspyrnufélag ÍA hefur fengið Benedikt V. Warén til liðs við félagið en hann kemur að láni frá Breiðabliki. Benó eins og hann er kallaður verður 21 árs á árinu og hefur leikið 31 leik fyrir meistaraflokk Breiðabliks og skorað í þeim fimm mörk. Þá lék hann tólf leiki fyrir Vestra í Lengjudeildinni á síðasta tímabili…Lesa meira

true

Vesturlandsliðin að hefja leik í Mjólkurbikarnum

Fyrsta umferð Lengjubikarsins í knattspyrnu karla hefst um næstu helgi og þar mæta til leiks lið af Vesturlandi. Kári frá Akranesi ríður á vaðið á laugardaginn þegar liðið tekur á móti Árborg í Akraneshöllinni klukkan 12. Víkingur Ólafsvík mætir Berserkjum/Mídasi á Víkingsvelli í Fossvoginum sama dag og hefst sá leikur klukkan 14. Sigurvegarar úr þessum…Lesa meira

true

Sylvía landaði fyrsta Íslandsmeistaratitlinum í Youth-A

Íslandsmeistaramótið í klifri fór í gær fram í Klifurhúsinu í Reykjavík. Keppt var í öllum aldursflokkum en fjórir klifrarar frá ÍA höfðu tryggt sér þátttökurétt eftir undankeppni sem haldin var fyrr í vikunni. Sylvía Þórðardóttir (Youth-A) keppti Í Opnum flokki fullorðinna (Youth A/Junior/Senior) og var í góðri stöðu eftir undankeppnina, þar sem hún toppaði fimm…Lesa meira

true

Nokkrir leikmenn af Vesturlandi í lokahópi yngri landsliða í körfu

Þjálfarar yngri landsliða Íslands í körfuknattleik hafa valið loka leikmannahópa sína fyrir sumarið 2022. Hóparnir hefja æfingar í lok maí eftir úrslit yngri flokka og æfa saman í sumar. U15 fer á æfingamót og æfingabúðir í Finnlandi með U15 liðum þeirra og U16 tekur þátt á Norðurlandamótinu og Evrópumótum FIBA. Nokkrir leikmenn úr liðum af…Lesa meira

true

Tveir Skagamenn á leið á Heimsmeistaramót U21 í keilu

Tveir úr Keilufélagi Akraness voru valdir til að spila fyrir Íslands hönd á Heimsmeistaramóti U21 í keilu sem haldið verður í Svíþjóð dagana 19.-30. júní í sumar. Það eru þeir Ísak Birkir Sævarsson og Jóhann Ársæll Atlason en auk þeirra er lið drengja skipað Hinriki Óla Gunnarssyni úr Keiludeild ÍR og Mikael Aroni Vilhelmssyni frá…Lesa meira

true

Fyrsti heimaleikur Víkings Ó á morgun

Knattspyrnulið Víkings Ólafsvíkur leikur sinn fyrsta heimaleik á Ólafsvíkurvelli í Lengjubikarnum á morgun, laugardag, en til þessa hefur liðið leikið heimaleiki sína í Akraneshöllinni. Víkingur hefur leikið fjóra leiki í í riðli 1 í B deild karla í Lengjubikarnum í ár og er í fjórða sæti með fjögur stig. Þeir sigruðu nágranna sína úr Kára…Lesa meira

true

Tóku þátt í Norðurlandamótinu í grjótglímu

Norðurlandamótið í grjótglímu var haldið í Gautaborg um liðna helgi og metþátttaka var á mótinu, eða 226 klifrarar frá öllum Norðurlöndunum. Ísland sendi 20 klifrara til leiks og af þeim voru þrír frá Klifurfélagi ÍA, þau Sylvía Þórðardóttir (Youth A), og Sverrir Elí Guðnason og Þórkatla Þyrí Sturludóttir (Youth B). Youth-flokkar kepptu með svokölluðu „flass“…Lesa meira

true

Ísak Birkir setti Íslandsmet í keilu

Íslandsmót einstaklinga í keilu fer fram þessa dagana í Egilshöll í Reykjavík. Í gær setti Ísak Birkir Sævarsson úr Keilufélagi Akraness met í flokki 17 til 18 ára þegar hann náði 1423 pinnum í sex leikjum. Þetta átti sér stað í milliriðli en úrslitin fara fram í dag. Þar á ÍA tvo keppendur, Ísak Birki…Lesa meira