Kvennalið ÍA var í æfingaferð á Spáni á dögunum. Ljósm. kfía

ÍA með stórsigur í Lengjubikarnum

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "ÍA tók á móti liði KH í riðli 2 í C deild kvenna í knattspyrnu í gærkvöldi og fór leikurinn fram í Akraneshöllinni. Um úrslitaleik var að ræða um sigur í riðlinum og öruggt sæti í úrslitum C deildar. Það var ljóst snemma hver tæki það sæti því Erla Karítas Jóhannesdóttir kom Skagastúlkum yfir strax á 12. mínútu og Unnur Ýr Haraldsdóttir bætti við tveimur mörkum á 28. og 36. mínútu. Bryndís Rún Þórólfsdóttir skoraði síðan fjórða mark ÍA á lokamínútu fyrri hálfleiks og staðan 4-0 fyrir ÍA.\r\n\r\nStórskotahríðin hélt áfram í seinni hálfleik þegar Bryndís Rún skoraði sitt annað mark á 49. mínútu og Erla Karitas einnig  eftir rétt rúman klukkutíma leik. Unnur Ýr náði þrennunni á 63. mínútu og Erla Karitas einnig sinni þrennu á 66. mínútu. Það voru síðan þær Dagbjört Líf Guðmundsdóttir, Ylfa Laxdal Unnarsdóttir og Sunna Rún Sigurðardóttir sem innsigluðu stórsigur ÍA, lokatölur 11-0 fyrir ÍA.\r\n\r\nÍ úrslitum C deildar í Lengjubikarnum mætir ÍA að öllum líkindum liði Sindra frá Höfn í Hornafirði mánudaginn 18. apríl klukkan 14. Síðasti leikur ÍA í riðlinum er gegn Einherja frá Vopnafirði næsta laugardag í Boganum á Akureyri og hefst klukkan 15.",
  "innerBlocks": []
}
ÍA með stórsigur í Lengjubikarnum - Skessuhorn