Sylvía landaði fyrsta Íslandsmeistaratitlinum í Youth-A
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "Íslandsmeistaramótið í klifri fór í gær fram í Klifurhúsinu í Reykjavík. Keppt var í öllum aldursflokkum en fjórir klifrarar frá ÍA höfðu tryggt sér þátttökurétt eftir undankeppni sem haldin var fyrr í vikunni.\r\n\r\nSylvía Þórðardóttir (Youth-A) keppti Í Opnum flokki fullorðinna (Youth A/Junior/Senior) og var í góðri stöðu eftir undankeppnina, þar sem hún toppaði fimm af átta leiðum og fór inn í úrslit í öðru sæti. Í úrslitum kom hún ákveðin til leiks og toppaði fyrstu þrjár leiðir mótsins örugglega í fyrstu tilraun og náði Zone-gripi í þeirri síðustu, einnig í fyrstu tilraun. Lengra komst hún þó ekki og tryggði sé þar með sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í Youth-A, og silfurverðlaun í Opnum flokki fullorðinna.\r\n\r\nBeníta Líf Pálsdóttir og Sverrir Elí Guðnason höfnuðu í 5. og 6. sæti í Youth-B, og Rúnar Sigurðsson fékk bronsverðlaun í Youth-A.\r\n\r\n<img class=\"alignnone size-medium wp-image-52376\" src=\"https://skessuhorn.is/wp-content/uploads/2022/04/Sylvia-landadi-fyrsta-Islandsmeistaratitlinum-i-Youth_2-600x427.jpg\" alt=\"\" />",
"innerBlocks": []
}
Sylvía landaði fyrsta Íslandsmeistaratitlinum í Youth-A - Skessuhorn