Nokkrir leikmenn af Vesturlandi í lokahópi yngri landsliða í körfu
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "Þjálfarar yngri landsliða Íslands í körfuknattleik hafa valið loka leikmannahópa sína fyrir sumarið 2022. Hóparnir hefja æfingar í lok maí eftir úrslit yngri flokka og æfa saman í sumar. U15 fer á æfingamót og æfingabúðir í Finnlandi með U15 liðum þeirra og U16 tekur þátt á Norðurlandamótinu og Evrópumótum FIBA.\r\n\r\nNokkrir leikmenn úr liðum af Vesturlandi voru valdir í landsliðin. Í hópi U15 stúlkna er Amanda Bríet Bergþórsdóttir frá Snæfelli og í U15 drengja er Eiríkur Frímann Jónsson frá Skallagrími. Skallagrímur á þrjá leikmenn í U16 hóp stúlkna en það eru þær Aðalheiður Ella Ásmundsdóttir, Viktoria Lind Kolbrúnardóttir og Kolfinna Dís Kristjánsdóttir. Þá er Díana Björg Guðmundsdóttir, leikmaður Aþenu, einnig í U16 hóp stúlkna en hún er frá Borgarnesi.",
"innerBlocks": []
}