
Leikmenn Víkings á æfingu á Ólafsvíkurvelli í gær. Ljósm. af
Fyrsti heimaleikur Víkings Ó á morgun
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "Knattspyrnulið Víkings Ólafsvíkur leikur sinn fyrsta heimaleik á Ólafsvíkurvelli í Lengjubikarnum á morgun, laugardag, en til þessa hefur liðið leikið heimaleiki sína í Akraneshöllinni. Víkingur hefur leikið fjóra leiki í í riðli 1 í B deild karla í Lengjubikarnum í ár og er í fjórða sæti með fjögur stig. Þeir sigruðu nágranna sína úr Kára 4-3 í fyrsta leik, töpuðu síðan fyrir KFS 4-3, KH 3-1 og gerðu jafntefli við Víði í Garði 3-3.\r\n\r\nSjálfboðaliðar hafa undanfarna daga unnið við að hreinsa snjó af vellinum og ekki annað að sjá að þeir hafi unnið gott verk og leikvöllurinn því orðinn vel leikhæfur. Andstæðingar Víkings í síðasta leik liðsins í Lengjubikarnum er ÍR úr Breiðholti en þeir eru í efsta sæti riðilsins og hafa þegar tryggt sér sæti í úrslitakeppni sex liða sem hefst í byrjun apríl.\r\n\r\nLeikur Víkings Ó og ÍR á morgun hefst á Ólafsvíkurvelli klukkan 14.",
"innerBlocks": []
}